Aðstoðarmaðurinn þurfti að sofa á gólfinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 13:01 Kristín með syni sínum Kristni á bráðamótttökunni um miðjan desember. Hún segir þau alltaf hafa fengið góða þjónustu á spítalanum. Kristín Waage Móðir fjölfatlaðs manns sem reglulega þarf að sækja læknisþjónustu á bráðamóttöku Landspítalans segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins líkt og nú vegna ástandsins á spítalanum. Aðstoðarmaður hans varð að sofa á gólfinu á dögunum. Hún segist gríðarlega þakklát starfsfólki sem vinni við ömurlegar aðstæður. Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira
Kristín Waage segist í samtali við Vísi fyrst og fremst vilja hrósa starfsfólki bráðamótttökunnar sem vinni gríðarlega gott starf. Sonur Kristínar, Kristinn Sigurður Ásgeirsson, er fjölfatlaður og þurfti að sækja sér læknisþjónustu á bráðamóttökuna í upphafi ársins líkt og oft áður. Már Kristjánsson, læknir og framkvæmdastjóri lyflækninga-og bráðasviðs Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að hann hefði aldrei séð það svartara. Spítalinn væri yfirfullur, sjúklingar víða á göngum og biðtími þeirra sem leiti til bráðamóttöku allt að átta klukkustundir. Kristín gerir áhyggjum sínum af ástandinu jafnframt skil í Facebook færslu. Þar segir hún sig og son sinn alla tíð hafa fengið mjög góða þjónustu á Bráðamóttökunni. „En í ár þann 2. og 3. janúar hef ég aldrei orðið vitni að öðru eins. Við biðum frá hádegi og til klukkan 21:30 eftir þjónustu,“ segir Kristín. Loks þegar Kristinn hafi komist að inn á stofu til aðhlynningar hafi komið í ljós að hann þyrfti að eyða nóttinni á spítalanum. „Þar sem hann er fjölfatlaður þarf hann að hafa aðstoðarmann sér við hlið allan sólarhringinn. Í þetta sinn var ekki hægt að fá auka rúm eða lazy boy stól. Aðstoðarmaðurinn neyddist til að sofa á gólfinu með úlpuna mína og sonar míns yfir sé.“ Vaninn sé að aðstoðarfólkið fái í hið minnsta stól til að sofa í. Kristín tekur fram að hún viti að þetta sé ekki starfsfólki bráðamótttökunnar að kenna. Ljóst sé hinsvegar að húsnæðið og öll aðstaða sé ekki mönnum bjóðandi. „Starfsfólki bráðamótttökunnar vil ég þakka fyrir frábær störf gegnum árin og ég vona svo sannarlega að aðstæður eigi eftir að breytast til batnaðar. Það þarf að lyfta grettistaki í þjóðfélagi okkar Íslendinga.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Sjá meira