Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 5. janúar 2024 14:08 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59