Tekur álitið alvarlega en hyggst ekki segja af sér Atli Ísleifsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 5. janúar 2024 14:08 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir að hún hafi ekki átt annan kost en að bregðast við með því að fresta upphafi hvalveiða við upphaf vertíðar. Hún segist taka álit umboðsmanns Alþingis alvarlega og að hún muni áfram berjast fyrir breytingum á „úreltum“ hvalveiðilögum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu ráðherrans um álit umboðsmanns Alþingis. Í samtali við fréttastofu segist hún ekki ætla að segja af sér embætti. Alvanalegt sé að umboðsmaður leiði ágreining um reglugerðarsetningu til lykta, það gerist oft á hverju ári. Ánægð með álit um dýravelferðarsjónarmið Í Facebook færslu sinni segir Svandís að umboðsmaður Alþingis hafi nú lokið umfjöllun um kvörtun Hvals hf. vegna frestunar á upphafi vertíðar í fyrrasumar. „Í áliti hans kemur fram að ekki hafi verið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðarinnar og að gæta hefði mátt betur að kröfum um meðalhóf. Umboðsmaður telur jafnframt að byggja hafi mátt á dýravelferðarsjónarmiðum líkt og gert var við þær ráðstafanir sem gripið var til í júní. Það er afar mikilvægt að mínu mati að regluverk og lagaumhverfi endurspegli auknar kröfur um dýravelferð almennt í samfélaginu og má til sanns vegar færa að löngu tímabært sé að færa löggjöfina til nútímans í þessu efni. Umræða í öllu samfélaginu um mikilvægi dýravelferðar hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og gildir þá um alla atvinnustarfsemi að þau sjónarmið vegi þungt við hvers konar nýtingu á dýrum,“ segir Svandís. Ekki annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra Hún segir að það hafi ekki verið annað hægt fyrir ábyrgan ráðherra en að bregðast við á ögurstundu. „Þann 19. júní síðastliðinn lá fyrir álit fagráðs um velferð dýra þar sem fram kom sú afdráttarlausa niðurstaða að veiðiaferðin sem beitt var við veiðar á langreyðum væri ekki í samræmi við lög um dýravelferð. Því var mitt mat og ráðuneytisins á þeim tíma að ég hefði ekki annan kost, sem ráðherra sem ber ábyrgð á velferð dýra, en að bregðast við strax og fresta upphafi veiðitímabilsins, þar til skoðað yrði hvort hægt væri að gera úrbætur á veiðiaðferðum. Velferð dýranna var í öndvegi í minni ákvarðanatöku, að vinna að því markmiði að þessi dýr upplifðu ekki óbærilegan dauðdaga við veiðar.“ Mikilvægt að færa lögin til nútímans „Öllum er ljóst að almenningur hefur kallað eftir skýrum ramma um velferð dýra. Það sýna þær þúsundir af tilkynningum um slæma meðferð dýra sem berast til Matvælastofnunar ár hvert og mikil og vaxandi umræða um hvort hvalveiðar eigi sér framtíð. Það kemur skýrt fram í áliti umboðsmanns að hvalveiðilögin frá 1949 eru byggð á markmiðum um nýtingu hvalveiðistofnsins, og að þar sé ekki að finna skýr ákvæði um velferð dýra. Það er sú tímaskekkja sem leiðir til þess að umboðsmaður ályktar að ekki sé fyrir hendi nægilega skýr lagastoð fyrir reglugerð þeirri sem ég setti síðastliðið sumar. Ég tek þessa niðurstöðu umboðsmanns alvarlega og þrátt fyrir að umboðsmaður beini ekki sérstökum tilmælum til mín þá hyggst ég beita mér fyrir breytingum þannig að þessi úreltu lög séu færð til nútímans,“ segir í færslunni. Umboðsmaður leiði slíkan ágreining reglulega til lykta Í samtali við Vísi segir Svandís að það liggi fyrir að umboðsmaður telur að hún sem ráðherra hefði betur mátt gæta að meðalhófi við undirbúning reglugerðarinnar. „Og það eru náttúrulega bara sjónarmið sem eru að koma fram og er sjálfsagt að taka til skoðunar. Hann í raun og veru er ekki að beina neinum sérstökum tilmælum til mín, heldur miklu frekar til þess að hafa þessa sjónarmið í huga í framhaldinu og það er bara gott og blessað.“ Eins og alkunna er sagði Bjarni Benediktsson af sér embætti fjármálaráðherra í október eftir að Umboðsmaður Alþingis mat hann ekki hafa verið hæfan við söluna á Íslandsbanka. Spurð hvort hún telji sig þurfa að endurskoða sína stöðu sem ráðherra vegna álits umboðsmanns, jafnvel segja af sér segir Svandís: „Nei. Þetta mál er ekki þess eðlis. Þetta mál lýtur í raun og veru að lagastoð fyrir reglugerðarsetningu og það er náttúrulega bara alvanalegt að slíkur ágreiningur sé leiddur til lykta með áliti frá umboðsmanni. Það gerist oft á hverju ári.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjávarútvegur Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59