Svandís eigi það við eigin samvisku hverjar afleiðingarnar verði Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 16:37 Heiðrún Lind Marteinsdóttir segir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hafi vegið að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja og finnst að Hvalur ætti að leita réttar síns. Vísir/Arnar/Vilhelm Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir álit Umboðsmanns Alþingis um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að banna hvalveiðar í sumar vera skýrt og afdráttarlaus. „Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“ Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
„Þarna er staðfest að setning reglugerðar hafi verið í andstöðu við mikilvæg réttindi Hvals hf. er varða atvinnufrelsi og eignarrétt. Og síðan hafi verið farið gegn stjórnskipulegu meðalhófi við töku þessarar ákvörðunar. Það er að öllu leyti í samræmi við það sem við höfum sagt frá öndverðu.“ Í álitinu segir umboðsmaður að þar sem að ástandið sem hafi leitt af ákvörðuninni væri liðið beini hann engum tilmælum til matvælaráðherra, nema að sjónarmið álitsins verði ráðherra í huga til framtíðar. Minnst er á þetta í tilkynningu stjórnarráðsins um málið. „Mér finnst að niðurstaðan sé afvegaleidd í yfirlýsingunni á vef stjórnarráðsins. Ástandið er auðvitað um garð gengið vegna þess að vertíðin er yfirstaðin og því getur umboðsmaður lítið hlutast til um að rétta hlut Hvals,“ segir Heiðrún. Hún bendir á að Umboðsmaður vísi á dómstóla varðandi eftirmálana. „Það er alveg klárt í mínum huga að þegar að ráðherra vegur svo alvarlega að lífsviðurværi fólks og fyrirtækja nánast á einni nóttu, þá kemur ekki annað til greina en að ráðherra verði að sæta ábyrgð og að aðilar sæki þann rétt sem þeir hafi lögum samkvæmt.“ Spurð frekar út í ummæli sín um að ráðherra verði að sæta ábyrgð og hvort hún meini að Svandís ætti að segja af sér, lætur Heiðrún það liggja milli hluta. „Það er eitthvað sem ráðherra verður að eiga við sína samvisku og pólitíkin verður að ráða fram úr. Það er ekki í mínum verkahring að segja til um það.“
Hvalveiðar Umboðsmaður Alþingis Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10 Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59 Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29 Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Sér jákvæða hlið á áliti umboðsmanns Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir ekki gott að skort hafi lagaheimild þegar matvælaráðherra frestaði hvalveiðum í sumar. „En það er eitthvað sem gerist reglulega á Íslandi.“ 5. janúar 2024 15:10
Frestun hvalveiða átti sér ekki nægilega skýra stoð í lögum Álit Umboðsmanns Alþingis er að reglugerð um frestun upphafs hvalveiða í sumar hafi ekki átt sér nægilega skýra stoð í lögum um hvalveiðar. 5. janúar 2024 13:59
Svandís svarar umboðsmanni: Ekki unnt að ná markmiðum með öðru en frestun Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur svarað bréfi umboðsmanns Alþingis þar sem óskað er eftir svörum vegna ákvörðunar ráðherra um að banna hvalveiðar tímabundið. Í svörunum segir meðal annars að ekki hafi verið talið unnt að ná markmiðum um dýravelferð með öðrum hætti en frestun upphafs veiðitímabils. 23. ágúst 2023 10:29