Mennska og mannréttindi Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 5. janúar 2024 23:34 Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Kristin kirkja er frá upphafi pólitísk hreyfing. Boðskapur Jesú fjallaði um valdskipulag ráðandi afla og hann boðaði hugarfarsbyltingu. Boðskapurinn er að Guð upphefji fátæka, útlendinga, sjúka og valdslausa, og standi gegn þeim sem loka eyrum sínum og hjörtum fyrir aðstæðum þeirra. Sagan af Jesú frá jólum til páska er í grunninn valdgreining. Sagan hefst með veraldlegum valdshöfum við fæðingu Jesú, Heródesi konungi og Ágústusi keisara, og endar á pólitískum réttarhöldum og aftöku þegar Jesús er sendur á milli Pontíusar og Pílatusar. Biblíusögur eru best notaðar sem hjálpartæki til að setja okkur í spor þeirra sem við annars myndum ekki samsama okkur við, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru okkur framandi í uppruna eða vegna þess að reynsluheimur þeirra er eðlisólíkur okkar. Undanfarin jól hafa kirkjur um allan heim haldið því til haga að fjölskylda Jesú var á hrakhólum með nýfætt barn, þau voru flóttamenn í eiginlegum skilningi, ég þar á meðal. Ekki nægilega þó, segja leikarnir Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir, í jóla-ádeilu í herferð fyrir félagasamtökin Réttur barna á flótta þar sem hinn fyrnefndi í gervi starfsmanns útlendingastofnunar segir: „Sem betur fer, og það mega íslenskir prestar eiga, þeir eru ekki mikið að tala um þetta um jólin“. Kristin trú er pólitísk vegna þess að hún krefur fylgjendur sína að horfa aldrei framhjá mennskunni og gerir róttæka kröfu um samtöðu með öðrum, sérstaklega þeim sem standa okkur fjær í félagslegu tilliti. Það er erindi Biblíunnar í heild. Sögur hebresku Biblíunnar byrja á því að segja allt mannkyn tilheyra sömu fjölskyldu, erfðafræðin hefur staðfest það. Það þýðir að hælisleitendur sem hingað leita eru systur mínar og bræður. Í lagaákvæðum Mósebóka er að finna perlur á borð við kærleiksboðorðið „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ (3M 19.18) og eftirfarandi texta: „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi“ (3M 19.33-34). Krafan er skýr, kallast í dag mannréttindi, en merkilegri þó er ástæðan sem er gefin: forfeður þínir voru eitt sinn í sömu aðstæðum og þú. Það eru ekki tvær aldir síðan fimmtungur Íslendinga flúði til Vesturheims undan harðindum á Íslandi. Það þýðir að forfeður mínir deildu kjörum með hælisleitandanum sem borin var út nú haust. Þá gerir Kristur kröfu um að í hverjum sem við mætum sé að finna það sem við leitum að í lífinu. „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“ Krafan er algild, að mennskan ráði för í hvert sinn sem við mætum fólki í þörf og að þegar þú horfir í augu náungans, horfi Kristur sjálfur á þig til baka. Það þýðir að útlendingurinn sem hingað er kominn er Kristur sjálfur kominn í heimsókn. Það er síðan okkar að svara, hvort hann sé velkominn eða skuli vísað úr landi? Höfundur er prestur við fríkirkjuna í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun