Tuttugu og þrjú prósent segjast sátt með framgöngu ráðherrans og tuttugu og fimm prósent raðast þar á milli.

Af þeim sem eru ósáttir með vinnubrögð ráðherrans eru karlmenn í meirihluta en hlutfall kynjanna er nokkuð jafnara í hópi þeirra sem eru sáttir.

Eldra fólk virðist óánægðara en það yngra en tæp sextíu og þrjú prósent sextíu ára og eldri ekki sátt með ákvarðanir ráðherrans.

Í hópi þeirra sem eru ósáttir segjast flestir myndu kjósa Sjálfstæðisflokk, Miðflokk eða Framsóknarflokk en fæstir Vinstri græna.
