Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu vel á „stórhættulegum“ Grindavíkurvegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. janúar 2024 19:17 Magnús Már segir að vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi myndist lífshættuleg hálka. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að minnka hana. Vísir/Vilhelm Öryggisstjóri segir stórhættulega hálku myndast á Grindavíkurvegi vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að bregðast við því. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir vetrarþjónustu miðast við umferðarmagn og veðuraðstæður hverju sinni. Magnús Már Jakobsson, öryggis- og mannauðsstjóri hjá Þorbirni hf, hefur búið í Grindavík frá árinu 1996 fyrir utan fjögur ár þar sem hann bjó á Vestfjörðum. Magnús Már hefur búið og unnið á Suðurnesjum í rúmlega tuttugu ár. Hann þekkir því vegina þar vel og segir hálkuvörnum ekki nógu reglulega sinnt á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Vegna vinnu sinnar í Bláa lóninu og hjá Þorbirni hefur hann þurft að keyra mikið um Grindavíkurveg. Eftir banaslysið sem varð á veginum á föstudag fann Magnús sig knúinn til að vekja athygli á bágu ástandi vegarins þegar kemur að hálkuvörnum. Í Facebook-færslu sem hann birti í gær sagði hann að hann og fleiri hafi ítrekað bent yfirvöldum á að hálkuvarnir á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi væri ábótavant en það breytist lítið. Fréttastofa ræddi við Magnús um málið. Vandamál sem Vegagerðin hafi vitað af í mörg ár „Ég var hjá Bláa lóninu í sautján ár og þegar þú komst ofan af Þorbirni niður í lægðina þar held ég að ég hafi komið að þrjátíu útafkeyrslum þar. Þegar gufan sest úr virkjuninni verður hún bara svona glært svell,“ segir Magnús um ástandið á Grindavíkurvegi Þorbjarnarmegin. „Úr Seltjörn, þar sem slysið var á föstudag, er mikil uppgufun. Þetta verður svo ofboðslega glært og svo rosalega sleipt,“ segir Magnús „Þetta er vandamál sem Vegagerðin er búin að vita af í mörg ár,“ segir hann og bætir við að svo virðist sem Vegagerðin sé einfaldlega með of fáa bíla til að sinna Reykjanesinu. Ástandið sé ekki bara svona slæmt á Grindavíkurvegi heldur líka á Suðurstrandarvegi og Nesvegi þegar komið er frá Höfnum. Þurfi að sinna hálkuvörnum mun reglulegar „Ég er margbúinn að hringja í Vegagerðina og það eru margir aðrir búnir að gera það líka,“ segir Magnús og bætir við „Þetta gerist bara seint og illa.“ Hvað viltu þá að sé gert? „Við viljum að þetta sé miklu reglulegar gert. Það sé bara hraðari og betri þjónusta við vegina,“ segir Magnús. Hann viti að allir séu að reyna að gera sitt besta en það þurfi meira til. Þá segir Magnús að jarðhræringarnar í Grindavík hafi haft óvænt áhrif í för með sér. Af því Nettó hefur ekki opnað aftur í Grindavík þurfa íbúar að fara út fyrir bæinn að kaupa mat. „Það vantar þjónustu inn í bæinn til að fólk geti keypt sér nauðsynjar og þá þarf fólk að fara þennan veg til Keflavíkur sem er stórhættulegur og jafnvel hættulegri en þessir jarðskjálftar,“ segir hann. Magnús segir að í þau skipti sem hann hafi haft samband við Vegagerðina hafi þau verið mjög meðvituð um ástandið. „Þau eru mjög kurteis og segja bara 'Við förum eins hratt og við getum' og mjög líklega gera þau það en eru þá ekki með nægilega mikið af tækjum,“ segir hann. Aukin vetrarþjónusta í takt við umferð og veður Fréttastofa hafði samband við G. Pétur, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, til að spyrjast fyrir um hvort eitthvað væri til í yfirlýsingum Magnúsar um að ekki væri nóg af bílum sem sinntu hálkuvörnum á Suðurnesjum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vetrarþjónustu vera í samræmi við umferð og aðstæður.Stöð 2 „Það hefur verið aukin vetrarþjónusta á vegunum í kringum Grindavík. Vetrarþjónusta er bara ákveðin eftir umferðarmagni og aðstæðum þannig það er ekkert öðruvísi á Grindavíkurvegi en annars staðar. Þetta er allt í mjög föstum skorðum,“ sagði G. Pétur í samtali við fréttastofu. „Það eru sendir út bílar sem geta sinnt þessu eftir því sem við á. Ég held að það sé mjög ólíklegt að það séu of fáir bílar. Það er allt í föstum skorðum,“ segir hann. Það sé aftur á móti erfitt að eiga við óútreiknanlegt veðrið. Vegagerðinni fullkunnugt um ástand vegakerfisins „Varðandi þetta slys þurfum við að vita nákvæmlega hvað gerðist sem við vitum ekki enn þá,“ segir Pétur um slysið sem átti sér stað á Grindavíkurvegi á föstudag. Aðspurður út í þær aðstæður sem Magnús lýsti við orkuverið og Seltjörn sagði Pétur „Það geta verið séraðstæður einhvers staðar en vetrarþjónustan ætti að vera nokkuð öflug á Grindavíkurveginum og við höfum aukið hana á Nesveginum og Suðurstrandarveginum til að halda þessum leiðum betur opnum.“ Kannast þið við að fá mikið af kvörtunum vegna Grindavíkurvegar? „Við erum með eftirlit þannig okkur er fullkunnugt um ástandið á vegakerfinu. En við fáum reglulega kvartanir alls staðar að. Það er kallað eftir aukinni vetrarþjónustu um allt land,“ sagði hann að lokum. Grindavík Færð á vegum Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir „Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. 6. janúar 2024 15:01 Senda frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi Steypustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi í gær. Í tilkynningunni segir að hugur Steypustöðvarinnar sé hjá aðstandendum hinna látnu og að fyrirtækið vinni með rannsóknaraðilum til að veita allar tiltækar upplýsingar. 6. janúar 2024 17:36 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi þegar tveir bílar rákust saman upp úr hálf tólf í dag. 5. janúar 2024 12:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Magnús Már Jakobsson, öryggis- og mannauðsstjóri hjá Þorbirni hf, hefur búið í Grindavík frá árinu 1996 fyrir utan fjögur ár þar sem hann bjó á Vestfjörðum. Magnús Már hefur búið og unnið á Suðurnesjum í rúmlega tuttugu ár. Hann þekkir því vegina þar vel og segir hálkuvörnum ekki nógu reglulega sinnt á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Vegna vinnu sinnar í Bláa lóninu og hjá Þorbirni hefur hann þurft að keyra mikið um Grindavíkurveg. Eftir banaslysið sem varð á veginum á föstudag fann Magnús sig knúinn til að vekja athygli á bágu ástandi vegarins þegar kemur að hálkuvörnum. Í Facebook-færslu sem hann birti í gær sagði hann að hann og fleiri hafi ítrekað bent yfirvöldum á að hálkuvarnir á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi væri ábótavant en það breytist lítið. Fréttastofa ræddi við Magnús um málið. Vandamál sem Vegagerðin hafi vitað af í mörg ár „Ég var hjá Bláa lóninu í sautján ár og þegar þú komst ofan af Þorbirni niður í lægðina þar held ég að ég hafi komið að þrjátíu útafkeyrslum þar. Þegar gufan sest úr virkjuninni verður hún bara svona glært svell,“ segir Magnús um ástandið á Grindavíkurvegi Þorbjarnarmegin. „Úr Seltjörn, þar sem slysið var á föstudag, er mikil uppgufun. Þetta verður svo ofboðslega glært og svo rosalega sleipt,“ segir Magnús „Þetta er vandamál sem Vegagerðin er búin að vita af í mörg ár,“ segir hann og bætir við að svo virðist sem Vegagerðin sé einfaldlega með of fáa bíla til að sinna Reykjanesinu. Ástandið sé ekki bara svona slæmt á Grindavíkurvegi heldur líka á Suðurstrandarvegi og Nesvegi þegar komið er frá Höfnum. Þurfi að sinna hálkuvörnum mun reglulegar „Ég er margbúinn að hringja í Vegagerðina og það eru margir aðrir búnir að gera það líka,“ segir Magnús og bætir við „Þetta gerist bara seint og illa.“ Hvað viltu þá að sé gert? „Við viljum að þetta sé miklu reglulegar gert. Það sé bara hraðari og betri þjónusta við vegina,“ segir Magnús. Hann viti að allir séu að reyna að gera sitt besta en það þurfi meira til. Þá segir Magnús að jarðhræringarnar í Grindavík hafi haft óvænt áhrif í för með sér. Af því Nettó hefur ekki opnað aftur í Grindavík þurfa íbúar að fara út fyrir bæinn að kaupa mat. „Það vantar þjónustu inn í bæinn til að fólk geti keypt sér nauðsynjar og þá þarf fólk að fara þennan veg til Keflavíkur sem er stórhættulegur og jafnvel hættulegri en þessir jarðskjálftar,“ segir hann. Magnús segir að í þau skipti sem hann hafi haft samband við Vegagerðina hafi þau verið mjög meðvituð um ástandið. „Þau eru mjög kurteis og segja bara 'Við förum eins hratt og við getum' og mjög líklega gera þau það en eru þá ekki með nægilega mikið af tækjum,“ segir hann. Aukin vetrarþjónusta í takt við umferð og veður Fréttastofa hafði samband við G. Pétur, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, til að spyrjast fyrir um hvort eitthvað væri til í yfirlýsingum Magnúsar um að ekki væri nóg af bílum sem sinntu hálkuvörnum á Suðurnesjum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vetrarþjónustu vera í samræmi við umferð og aðstæður.Stöð 2 „Það hefur verið aukin vetrarþjónusta á vegunum í kringum Grindavík. Vetrarþjónusta er bara ákveðin eftir umferðarmagni og aðstæðum þannig það er ekkert öðruvísi á Grindavíkurvegi en annars staðar. Þetta er allt í mjög föstum skorðum,“ sagði G. Pétur í samtali við fréttastofu. „Það eru sendir út bílar sem geta sinnt þessu eftir því sem við á. Ég held að það sé mjög ólíklegt að það séu of fáir bílar. Það er allt í föstum skorðum,“ segir hann. Það sé aftur á móti erfitt að eiga við óútreiknanlegt veðrið. Vegagerðinni fullkunnugt um ástand vegakerfisins „Varðandi þetta slys þurfum við að vita nákvæmlega hvað gerðist sem við vitum ekki enn þá,“ segir Pétur um slysið sem átti sér stað á Grindavíkurvegi á föstudag. Aðspurður út í þær aðstæður sem Magnús lýsti við orkuverið og Seltjörn sagði Pétur „Það geta verið séraðstæður einhvers staðar en vetrarþjónustan ætti að vera nokkuð öflug á Grindavíkurveginum og við höfum aukið hana á Nesveginum og Suðurstrandarveginum til að halda þessum leiðum betur opnum.“ Kannast þið við að fá mikið af kvörtunum vegna Grindavíkurvegar? „Við erum með eftirlit þannig okkur er fullkunnugt um ástandið á vegakerfinu. En við fáum reglulega kvartanir alls staðar að. Það er kallað eftir aukinni vetrarþjónustu um allt land,“ sagði hann að lokum.
Grindavík Færð á vegum Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir „Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. 6. janúar 2024 15:01 Senda frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi Steypustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi í gær. Í tilkynningunni segir að hugur Steypustöðvarinnar sé hjá aðstandendum hinna látnu og að fyrirtækið vinni með rannsóknaraðilum til að veita allar tiltækar upplýsingar. 6. janúar 2024 17:36 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi þegar tveir bílar rákust saman upp úr hálf tólf í dag. 5. janúar 2024 12:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
„Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. 6. janúar 2024 15:01
Senda frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi Steypustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi í gær. Í tilkynningunni segir að hugur Steypustöðvarinnar sé hjá aðstandendum hinna látnu og að fyrirtækið vinni með rannsóknaraðilum til að veita allar tiltækar upplýsingar. 6. janúar 2024 17:36
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02
Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi þegar tveir bílar rákust saman upp úr hálf tólf í dag. 5. janúar 2024 12:06