Anton Kristinn, sem var um tíma á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu svokallaða en var ekki meðal ákærðu. Hann hlaut dóm fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot árið 2021, setti húsið á sölu í desember. Þá var óskað eftir tilboðum í húsið sem stendur við Haukanes á Arnarnesi.

Nú er kominn verðmiði á húsið sem er mjög langt komið í byggingu. Það er 621 fermetrar að stærð svo sett fermetraverðið er tæp milljón á fermetra. Frágangur á lóðinni sem snýr að sjónum er eftir miðað við myndir á fasteignavef Vísis.

Húsið er á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er meðal annars að finna bílskúr, fataherbergi, hjónasvítu, sjónvarpshol og stóra skrifstofu.

Á neðri hæðinni er síðan að finna tvö svefnherbergi, stóra geymslu, stórt opið afþreyingarrými, tæknirými auk herbergja sem eru hugsuð sem kvikmyndaherbergi og leikherbergi.

Jafnframt kemur fram að af neðri hæðinni sé útgengt út á lóðina og niður í fjöru, en samkvæmt seljanda er þar heimilt að setja bátaskýli á lóðina.

Ljóst er að ef húsið selst á 590 milljónir króna verður um að ræða eitt dýrasta einbýlishús sem selst hefur í sögu landsins. Dýrustu hús landsins undanfarin ár hafa verið að fara á innan við 400 milljónir króna.