4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 12:00 Ómar Ingi Magnússon var markakóngur á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Getty/Sanjin Strukic Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir fjóra daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fjórða sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut síðasta Evrópumóts íslenska liðsins sem fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022. Kórónuveiran setti mikinn svip á mótið og Ísland hefur aldrei notað jafnmarga leikmenn á einu stórmóti. Guðmundur Guðmundsson þurfti ítrekað að kalla til nýja leikmenn eftir að fleiri og fleiri leikmenn íslenska liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófum. Sigvaldi Björn Guðjónsson var valinn maður leiksins á móti Hollandi.Getty/Kolektiff Images Á endanum voru það 26 leikmenn sem tóku þátt í þessu Evrópumóti fyrir Íslands hönd. Það voru aðeins sex leikmenn sem náðu að taka þátt í öllum átta leikjunum. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en þá fór hver leikmaðurinn á fætur öðrum að festast upp á hótelherbergi með jákvæða niðurstöðu úr smitprófi. Hápunkturinn á mótinu var án efa frábær átta marka sigur íslenska liðsins á Ólympíumeisturum Frakklands í milliriðlinum en Frakkar höfðu aldrei tapað með stærri mun á Evrópumóti. Án átta leikmanna, vegna kórónuveirusmita, fóru strákarnir okkar gjörsamlega á kostum gegn Frökkum í Búdapest. Sigurinn stóri þýddi að Ísland var með örlögin í eigin höndum og kæmist í undanúrslit tækist liðinu að vinna Króatíu og Svartfjallaland. Íslenska liðið tapaði hins vegar á móti Króötum en endaði í þriðja sæti í milliriðlinum eftir sigur á Svartfjallalandi í lokaleiknum. Íslenska liðið spilaði síðan um fimmta sætið við Noreg en tapaði þar í framlengdum leik. Strákarnir okkar komu sér til baka inni í Noregsleikinn með magnaðri karakterframmistöðu í seinni hálfleik en lokaskotið hitti því miður ekki tómt norskt mark og það var aðeins of mikið til ætlast til þess að örþreyttir fætur næðu að klára Norðmenn í framlengingunni. Íslenska liðið endaði því í sjötta sætinu á mótinu sem var fjórði besti árangur Íslands á Evrópumóti karla í handbolta. Þetta var mótið þar sem Ómar Ingi Magnússon varð að súperstjörnu hjá liðinu en hann skorað fleiri mörk en allir aðrir leikmenn á mótinu. Fullt af yngri leikmönnum voru líka búnir að stíga fram á sviðið og taka á sig miklu meiri ábyrgð. Það voru líka gleðifréttir að landsliðshópurinn var að stækka eins sem sást vel á því hvernig Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara og strákunum tókst að leysa öll forföllin á þessu skrautlega móti. Ýmir Örn Gíslason, Elvar Ásgeirsson og félagar þeirra í íslenska landsliðinu þakka fyrir stuðninginn eftir leik á Evrópumótinu.Getty/Jure Erzen EM í Ungverjalandi og Slóvakíu 2022 Lokastaða: 6. sæti Sigurleikir: 5 í 8 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (13. stórmót) Fyrirliði: Aron Pálmarsson Besti leikur: Sigur á Frakklandi (29-21) Versti leikur: Tap fyrir Króatíu (22-23) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ómar Ingi Magnússon 59/21 Sigvaldi Björn Guðjónsson 29 Bjarki Már Elísson 27/4 Aron Pálmarsson 14 Viggó Kristjánsson 13 Gísli Þorgeir Kristjánsson 12 Elvar Ásgeirsson 12 Janus Daði Smárason 12 Elvar Örn Jónsson 12 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ómar Ingi Magnússon átti frábær mót og varð markakóngur keppninnar með 59 mörk í átta leikjum eða 7,4 mörk að meðaltali í leik. Ómar var líka stoðsendingahæstur í íslenska liðinu með 21 stoðsendingu í opinberri tölfræði mótsins og kom því alls að 80 mörkum á EM 2022 eða tíu í leik. Óvænta stjarnan: Ýmir Örn Gíslason kom mjög sterkur inn í íslenska liðið og var einn af betri varnarmönnum mótsins. Sýndi líka hversu sterkan karakter hann hafði að geyma í öllu mótlætinu sem íslenska liðið lenti í á þessu móti. Elvar Ásgeirsson gerir líka tilkall að vera nefndur hér en hann kom inn öflugur inn í forföllum og spilaði flotta leiki seinni hluta mótsins. Annars þurftu margir leikmenn að stíga inn í stærri hlutverk á þessu sinni. Fyrsta mótið hjá: Orri Freyr Þorkelsson, Elvar Ásgeirsson, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson og Vignir Stefánsson. Síðasta mótið hjá: Of stutt síðan til að dæma um það. Elliði Snær Viðarsson var kátur eftir Frakkaleikinn.Getty/Sanjin Strukic Viðtalið: „Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið“ „Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM. Ísland vann átta marka sigur, 29-21, þrátt fyrir að vera án átta leikmanna vegna kórónuveirusmita, og steig ekki feilspor allan leikinn. „Ég get ekki lýst þessu. Þetta er skemmtilegasti leikur og líklega einn af betri leikjum sem Ísland hefur spilað í nokkur ár,“ sagði Elliði sem fór gjörsamlega á kostum í vörn Íslands og skoraði auk þess fjögur mörk. Elliði lét sig ekki muna um það heldur að láta Nikola Karabatic, hugsanlega besta handboltamann allra tíma, heyra það og á endanum skoraði Karabatic aðeins eitt mark úr sex skotum. „Ég hef látið hann heyra það nokkrum sinnum í gegnum sjónvarpið í gegnum árin, fyrir dýfur og eitthvað. Pabbi líka og þetta var fyrir hann,“ sagði Elliði hress í bragði. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir fjóra daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Fjórða sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar kemur í hlut síðasta Evrópumóts íslenska liðsins sem fór fram í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022. Kórónuveiran setti mikinn svip á mótið og Ísland hefur aldrei notað jafnmarga leikmenn á einu stórmóti. Guðmundur Guðmundsson þurfti ítrekað að kalla til nýja leikmenn eftir að fleiri og fleiri leikmenn íslenska liðsins fengu jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófum. Sigvaldi Björn Guðjónsson var valinn maður leiksins á móti Hollandi.Getty/Kolektiff Images Á endanum voru það 26 leikmenn sem tóku þátt í þessu Evrópumóti fyrir Íslands hönd. Það voru aðeins sex leikmenn sem náðu að taka þátt í öllum átta leikjunum. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en þá fór hver leikmaðurinn á fætur öðrum að festast upp á hótelherbergi með jákvæða niðurstöðu úr smitprófi. Hápunkturinn á mótinu var án efa frábær átta marka sigur íslenska liðsins á Ólympíumeisturum Frakklands í milliriðlinum en Frakkar höfðu aldrei tapað með stærri mun á Evrópumóti. Án átta leikmanna, vegna kórónuveirusmita, fóru strákarnir okkar gjörsamlega á kostum gegn Frökkum í Búdapest. Sigurinn stóri þýddi að Ísland var með örlögin í eigin höndum og kæmist í undanúrslit tækist liðinu að vinna Króatíu og Svartfjallaland. Íslenska liðið tapaði hins vegar á móti Króötum en endaði í þriðja sæti í milliriðlinum eftir sigur á Svartfjallalandi í lokaleiknum. Íslenska liðið spilaði síðan um fimmta sætið við Noreg en tapaði þar í framlengdum leik. Strákarnir okkar komu sér til baka inni í Noregsleikinn með magnaðri karakterframmistöðu í seinni hálfleik en lokaskotið hitti því miður ekki tómt norskt mark og það var aðeins of mikið til ætlast til þess að örþreyttir fætur næðu að klára Norðmenn í framlengingunni. Íslenska liðið endaði því í sjötta sætinu á mótinu sem var fjórði besti árangur Íslands á Evrópumóti karla í handbolta. Þetta var mótið þar sem Ómar Ingi Magnússon varð að súperstjörnu hjá liðinu en hann skorað fleiri mörk en allir aðrir leikmenn á mótinu. Fullt af yngri leikmönnum voru líka búnir að stíga fram á sviðið og taka á sig miklu meiri ábyrgð. Það voru líka gleðifréttir að landsliðshópurinn var að stækka eins sem sást vel á því hvernig Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara og strákunum tókst að leysa öll forföllin á þessu skrautlega móti. Ýmir Örn Gíslason, Elvar Ásgeirsson og félagar þeirra í íslenska landsliðinu þakka fyrir stuðninginn eftir leik á Evrópumótinu.Getty/Jure Erzen EM í Ungverjalandi og Slóvakíu 2022 Lokastaða: 6. sæti Sigurleikir: 5 í 8 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (13. stórmót) Fyrirliði: Aron Pálmarsson Besti leikur: Sigur á Frakklandi (29-21) Versti leikur: Tap fyrir Króatíu (22-23) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ómar Ingi Magnússon 59/21 Sigvaldi Björn Guðjónsson 29 Bjarki Már Elísson 27/4 Aron Pálmarsson 14 Viggó Kristjánsson 13 Gísli Þorgeir Kristjánsson 12 Elvar Ásgeirsson 12 Janus Daði Smárason 12 Elvar Örn Jónsson 12 Besti leikmaður Íslands á mótinu: Ómar Ingi Magnússon átti frábær mót og varð markakóngur keppninnar með 59 mörk í átta leikjum eða 7,4 mörk að meðaltali í leik. Ómar var líka stoðsendingahæstur í íslenska liðinu með 21 stoðsendingu í opinberri tölfræði mótsins og kom því alls að 80 mörkum á EM 2022 eða tíu í leik. Óvænta stjarnan: Ýmir Örn Gíslason kom mjög sterkur inn í íslenska liðið og var einn af betri varnarmönnum mótsins. Sýndi líka hversu sterkan karakter hann hafði að geyma í öllu mótlætinu sem íslenska liðið lenti í á þessu móti. Elvar Ásgeirsson gerir líka tilkall að vera nefndur hér en hann kom inn öflugur inn í forföllum og spilaði flotta leiki seinni hluta mótsins. Annars þurftu margir leikmenn að stíga inn í stærri hlutverk á þessu sinni. Fyrsta mótið hjá: Orri Freyr Þorkelsson, Elvar Ásgeirsson, Þráinn Orri Jónsson, Darri Aronsson og Vignir Stefánsson. Síðasta mótið hjá: Of stutt síðan til að dæma um það. Elliði Snær Viðarsson var kátur eftir Frakkaleikinn.Getty/Sanjin Strukic Viðtalið: „Hef látið hann heyra það áður í gegnum sjónvarpið“ „Ég er bara orðlaus. Þetta var magnaður leikur. Við áttum alla höllina, líka frönsku stuðningsmennina held ég,“ sagði Elliði Snær Viðarsson í skýjunum eftir stórkostlega frammistöðu Íslands í sigrinum gegn Frakklandi á EM. Ísland vann átta marka sigur, 29-21, þrátt fyrir að vera án átta leikmanna vegna kórónuveirusmita, og steig ekki feilspor allan leikinn. „Ég get ekki lýst þessu. Þetta er skemmtilegasti leikur og líklega einn af betri leikjum sem Ísland hefur spilað í nokkur ár,“ sagði Elliði sem fór gjörsamlega á kostum í vörn Íslands og skoraði auk þess fjögur mörk. Elliði lét sig ekki muna um það heldur að láta Nikola Karabatic, hugsanlega besta handboltamann allra tíma, heyra það og á endanum skoraði Karabatic aðeins eitt mark úr sex skotum. „Ég hef látið hann heyra það nokkrum sinnum í gegnum sjónvarpið í gegnum árin, fyrir dýfur og eitthvað. Pabbi líka og þetta var fyrir hann,“ sagði Elliði hress í bragði.
EM í Ungverjalandi og Slóvakíu 2022 Lokastaða: 6. sæti Sigurleikir: 5 í 8 leikjum. Þjálfari: Guðmundur Guðmundsson (13. stórmót) Fyrirliði: Aron Pálmarsson Besti leikur: Sigur á Frakklandi (29-21) Versti leikur: Tap fyrir Króatíu (22-23) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Ómar Ingi Magnússon 59/21 Sigvaldi Björn Guðjónsson 29 Bjarki Már Elísson 27/4 Aron Pálmarsson 14 Viggó Kristjánsson 13 Gísli Þorgeir Kristjánsson 12 Elvar Ásgeirsson 12 Janus Daði Smárason 12 Elvar Örn Jónsson 12
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira