Þessi lið mætast í úrslitakeppni NFL um næstu helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2024 12:31 Varnamaðurinn Taylor Rapp hjá Buffalo Bills fagnar hér eftir að hafa komist inn í sendingu hjá Miami Dolphins. AP/Wilfredo Lee Deildarkeppni NFL lauk um helgina og þá var endanlega ljóst hvaða fjórtán lið komust í úrslitakeppnina í ameríska fótboltanum í ár sem og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Besta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferðinni en í ár eru það lið Baltimore Ravens úr Ameríkudeildinni og lið San Francisco 49ers úr Þjóðardeildinni. Þau fá því dýrmæta aukaviku til að ná mönnum heilum og úthvíldum fyrir átökin framundan. Sex lið úr hvorri deild berjast aftur á móti um þrjú laus sæti í undanúrslitum deildanna tveggja. Undanúrslitin eru síðan spiluð strax helgina á eftir. The Bills started 6-6.Since then, they rattled off five straight wins to end the year to clinch the division and the No. 2 seed. pic.twitter.com/D8B8F1xQOq— NFL (@NFL) January 8, 2024 Jacksonville Jaguars missti af úrslitakeppninni þegar liðið tapaði lokaleik sínum á móti Tennessee Titans sem hafði að engu að keppa. Pittsburgh Steelers græddi á því og verður því með í úrslitakeppninni í Ameríkudeildinni. Houston Texans verður líka með eftir að sigur á Indianapolis Colts í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Buffalo Bills vann síðan mikilvægan sigur á Miami Dolphins og tryggði sér með því sigur í sínum riðli og mögulega tvo heimaleiki í úrslitakeppninni. Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers tryggðu sér á móti síðustu tvö sætin í Þjóðardeildinni. Let's get WILD. #SuperWildCard #NFLPlayoffs pic.twitter.com/lG1x1oDBU9— NFL (@NFL) January 8, 2024 Leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fara fram um næstkomandi helgi eða á laugardegi, sunnudegi og þá er lokaleikurinn á mánudaginn eftir viku. Á laugardeginum mætast annars vegar Houston Texans og Cleveland Browns en hins vegar lið Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. Á sunnudeginum fara fram þrír leikir. Buffalo Bills fær Pittsburgh Steelers í heimsókn, Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers og Detroit Lions er á heimavelli á móti Los Angeles Rams. Tampa Bay Buccaneers tekur síðan á móti Philadelphia Eagles í lokaleiknum á mánudagskvöldið. Allir leikir í úrslitakeppninni eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Úrslitakeppni NFL - fyrsta umferð:(Íslenskur tími - allt beint á Stöð 2 Sport 2) Laugardagurinn 13. janúar 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns 1:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins Sunnudagurinn 14. janúar 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers 1:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams Mánudagurinn 15. janúar 1:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira
Besta liðið í hvorri deild situr hjá í fyrstu umferðinni en í ár eru það lið Baltimore Ravens úr Ameríkudeildinni og lið San Francisco 49ers úr Þjóðardeildinni. Þau fá því dýrmæta aukaviku til að ná mönnum heilum og úthvíldum fyrir átökin framundan. Sex lið úr hvorri deild berjast aftur á móti um þrjú laus sæti í undanúrslitum deildanna tveggja. Undanúrslitin eru síðan spiluð strax helgina á eftir. The Bills started 6-6.Since then, they rattled off five straight wins to end the year to clinch the division and the No. 2 seed. pic.twitter.com/D8B8F1xQOq— NFL (@NFL) January 8, 2024 Jacksonville Jaguars missti af úrslitakeppninni þegar liðið tapaði lokaleik sínum á móti Tennessee Titans sem hafði að engu að keppa. Pittsburgh Steelers græddi á því og verður því með í úrslitakeppninni í Ameríkudeildinni. Houston Texans verður líka með eftir að sigur á Indianapolis Colts í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Buffalo Bills vann síðan mikilvægan sigur á Miami Dolphins og tryggði sér með því sigur í sínum riðli og mögulega tvo heimaleiki í úrslitakeppninni. Green Bay Packers og Tampa Bay Buccaneers tryggðu sér á móti síðustu tvö sætin í Þjóðardeildinni. Let's get WILD. #SuperWildCard #NFLPlayoffs pic.twitter.com/lG1x1oDBU9— NFL (@NFL) January 8, 2024 Leikir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar fara fram um næstkomandi helgi eða á laugardegi, sunnudegi og þá er lokaleikurinn á mánudaginn eftir viku. Á laugardeginum mætast annars vegar Houston Texans og Cleveland Browns en hins vegar lið Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. Á sunnudeginum fara fram þrír leikir. Buffalo Bills fær Pittsburgh Steelers í heimsókn, Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers og Detroit Lions er á heimavelli á móti Los Angeles Rams. Tampa Bay Buccaneers tekur síðan á móti Philadelphia Eagles í lokaleiknum á mánudagskvöldið. Allir leikir í úrslitakeppninni eru sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Úrslitakeppni NFL - fyrsta umferð:(Íslenskur tími - allt beint á Stöð 2 Sport 2) Laugardagurinn 13. janúar 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns 1:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins Sunnudagurinn 14. janúar 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers 1:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams Mánudagurinn 15. janúar 1:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles
Úrslitakeppni NFL - fyrsta umferð:(Íslenskur tími - allt beint á Stöð 2 Sport 2) Laugardagurinn 13. janúar 21:35 Houston Texans - Cleveland Browns 1:15 Kansas City Chiefs - Miami Dolphins Sunnudagurinn 14. janúar 18:05 Buffalo Bills - Pittsburgh Steelers 21:40 Dallas Cowboys - Green Bay Packers 1:15 Detroit Lions - Los Angeles Rams Mánudagurinn 15. janúar 1:15 Tampa Bay Buccaneers - Philadelphia Eagles
NFL Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sjá meira