Ekki hægt að kaupa treyjur en lausn í boði í München Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 10:01 Arnar Freyr Arnarsson veitir stuðningsmanni eiginhandaráritun eftir sigur gegn Færeyjum í nóvember, íklæddur búningnum eftirsótta. vísir/Hulda Margrét Þau sem vilja versla sér íslenska handboltalandsliðstreyju áður en Ísland hefur keppni á EM á föstudaginn geta sem stendur aðeins keypt markmannstreyjuna. Fleiri treyjur verða þó til sölu í Þýskalandi. Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Í aðdraganda þessa stórmóts færði Handknattleikssamband Íslands söluna á landsliðstreyjum í hendur vefverslunarinnar Boozt, eins af aðalbakhjörlum sambandsins. Þar hefur salan ekki beinlínis gengið vandræðalaust, fyrst vegna slæmra mistaka varðandi stærðir á treyjum og svo vegna meiri eftirspurnar en búist var við. Eins og Vísir fjallaði um fyrir jól voru margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins illa sviknir þegar þeir fengu treyjur sínar afhentar í allt annarri stærð en þeir höfðu pantað. Villa reyndist hafa verið gerð í því hvernig stærðir voru skráðar og var því mikið um auglýsingar á Facebook þar sem fólk reyndi að skipta á stærðum, auk þess sem Boozt bauð upp á að fólk gæti sent treyjur til baka til að skipta um stærð. Eftirspurnin meiri en gert var ráð fyrir Nú er svo komið upp annað vandamál þar sem að nær allar treyjur eru uppseldar. Undanfarið hefur aðeins verið hægt að kaupa markmannstreyjuna en ekki bláa eða hvíta búninginn sem útileikmenn íslenska liðsins spila í. „Lagerinn kláraðist bara. Eftirspurnin var meiri en gert var ráð fyrir,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, í samtali við Vísi. Kjartan segir Boozt nú vinna að því að fá inn fleiri treyjur frá framleiðanda og að hann vonist til þess að það leysist „hratt og örugglega“. Treyjur seldar í München Þær þúsundir stuðningsmanna sem ætla að fylgja íslenska landsliðinu á EM geta hins vegar haft í huga að treyjur verða seldar í München, segir Kjartan. Þær verða til sölu á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins sem ætlunin er að kynna nánar síðar í dag. Ísland spilar þrjá leiki í München, gegn Serbíu á föstudag, Svartfjallalandi á sunnudag og loks Ungverjalandi á þriðjudaginn. Tvö efstu liðin í riðlinum komast svo áfram í milliriðil sem leikinn verður í Köln, og bætast þá við fjórir leikir. Í undirbúningi fyrir mótið spilaði Ísland tvo vináttulandsleiki við Austurríki ytra, og vann þá báða. Hópurinn færir sig svo yfir landamærin og til München á morgun.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira