Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. janúar 2024 10:26 Galcerán hefur unnið sig upp innan flokks síns á sama tíma og hún hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið. Getty/Jorge Gil Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“ Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Galcerán gekk í íhaldsflokkinn Flokk fólksins (PP) þegar hún var 18 ára gömul. Sagðist hún hafa heillast af því hvernig flokkurinn setti hefðir í forgrunn. Hún vann sig smám saman upp og var raðað í 20. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar í Valencia í vor. „Velkomin Mar,“ sagði Carlos Mazón, leiðtogi PP í Valencia, á samfélagsmiðlum þegar ljóst varð að Galcerán hefði komist inn á þing og sagði um að ræða afar góð tíðindi fyrir stjórnmálin. „Þetta er fordæmalaust,“ segir hin 45 ára Galcerán í samtali við Guardian. „Samfélagið er farið að skilja að fólk með Downs-heilkenni hefur margt fram að færa. En þetta er langur vegur,“ bætti hún við. Hún segist hins vegar vilja að fólk sjái sig fyrst og fremst sem manneskju, frekar en einstakling með fötlun. Samtök fólks með Downs-heilkenni á Spáni segja Galcerán mögulega fyrsta einstaklingin með Downs sem er kjörinn á þing í Evrópu. Áður hafa einstaklingar með Downs hins vegar verið kjörnir í ýmiss embætti, til að mynda í Frakklandi og á Írlandi. Þá varð Ángela Bachiller fyrst einstaklinga með Downs til að verða borgarfulltrúi á Spáni árið 2013. Galcerán hefur unnið ötullega að málefnum fólks með Downs-heilkennið en hún segir viðbrögð við kjöri sínu hafa verið blönduð. „Þú sérð alls konar á samfélagsmiðlum. Það er fólk sem styður mig. En svo er líka fólk sem heldur að ég sé ekki hæf. En þetta er fólk sem þekkir hvorki mig né bakgrunn minn.“
Spánn Málefni fatlaðs fólks Kosningar á Spáni Downs-heilkenni Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira