Downs-heilkenni „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Systkinin Bjarkey Rós og Tumi Þór Þormóðsbörn hafa slegið í gegn á Tiktok að undanförnu en þar birtir Bjarkey reglulega myndskeið þar sem hún sýnir frá daglegu lífi þeirra þar sem þau bregða á leik, og það er aldrei langt í húmorinn og gleðina. Lífið 18.1.2025 09:01 Erfið umræða sem fólk hafi veigrað sér við að taka Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa saman að málþingi um fóstur- og nýburaskimanir á morgun, þriðjudaginn 24. september. Í tilkynningu segir að málþinginu sé ætlað að vera samtalsvettvangur um fóstur- og nýburaskimanir og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja tækniframframförum á þessu sviði, auk þess sem áleitnum siðferðilegum álitaefnum verður velt upp. Innlent 23.9.2024 23:02 Ekki lengur kærustupar, núna orðin hjón Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Innlent 22.8.2024 20:26 „Fengum ekki sjokk, en við fengum sjokk að hann væri með hjartagalla“ Þeim fer fækkandi sem fæðast með Downs heilkennið hér á landi vegna þess að skimað er sérstaklega fyrir Downs á meðgöngu. Lífið 17.5.2024 11:30 Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Innlent 21.3.2024 19:57 Ekkert öðruvísi að eiga barn með Downs Íris Lilja Þórðardóttir fagnar í dag í fyrsta sinn Alþjóðlegum degi Downs-heilkennis með dóttur sinni, Emblu Rún, sem er með Downs. Fjölskyldan klæddi sig öll upp í mislita sokka í morgun og ætlar seinna í dag að halda á hitting hjá Downs-félaginu sem haldinn er í Þróttaraheimilinu. Lífið 21.3.2024 17:01 Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. Lífið 21.3.2024 14:13 Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Erlent 9.1.2024 10:26 Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. Innlent 25.11.2023 20:55 Í tilefni af vitundarvakningu Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Skoðun 22.10.2023 08:30 Barbie nú með Downs Mattel, framleiðandi hinna sívinsælu Barbie-dúkka, hefur tilkynnt að sú næsta sem fer í framleiðslu verður með Downs-heilkennið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið fjölbreytni meðal Barbie dúkkanna í von um að líkja meira eftir raunverulegum konum. Lífið 25.4.2023 16:06 „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. Innlent 21.4.2023 20:31 „Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. Innlent 21.3.2023 22:55 Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Íslandi Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. Innlent 21.3.2023 14:01 Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook „Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“ Lífið 21.2.2023 21:00 Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies). Lífið 3.12.2022 21:27 Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 14.4.2021 13:09 Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01 Auðunn Gestsson er látinn Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og núverandi ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Innlent 21.11.2020 19:02 Fyrsti einstaklingurinn með Downs heilkenni sem klárar járnkarl Flórída-búinn Chris Nikic varð um helgina fyrsti einstaklingurinn með Downs heilkenni til að klára eina erfiðustu íþróttaþraut sem til er. Sport 9.11.2020 15:01 Lýjandi að þurfa endurtekið að staðfesta að barnið sé með Downs Tvö til þrjú börn fæðast með Downs heilkenni hér á landi árlega en eins og gefur að skilja eru þessi börn jafn mismunandi og þau eru mörg. Lífið 2.11.2020 10:30 Hann er algjör stuðpinni Sandra Björg Steingrímsdóttir og ársgamall sonur hennar, Emil Daði Eiríksson, voru á meðal fjölmargra sem komu saman á alþjóðlegum degi um Downs heilkenni sem var haldinn hátíðlegur í veislusal Þróttar 21. mars síðastliðinn. Lífið 23.3.2019 14:00 Svikin loforð í máli sex vina með Downs-heilkenni sem vilja búa saman Elísabet Hansdóttir greindi frá máli sonar síns, Björgvins Axels, í Facebook-færslu í vikunni. Þar lýsti hún úrræðaleysi af hálfu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og tregðu þeirra til að ráðast í framkvæmdir á húsnæði fyrir Björgvin Axel og vini hans. Innlent 4.10.2018 16:45 Umfjöllun um Downs á Íslandi leiddi til umdeilds frumvarps um fóstureyðingar í Pennsylvania Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Erlent 17.4.2018 14:30 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. Erlent 15.8.2017 20:30
„Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Systkinin Bjarkey Rós og Tumi Þór Þormóðsbörn hafa slegið í gegn á Tiktok að undanförnu en þar birtir Bjarkey reglulega myndskeið þar sem hún sýnir frá daglegu lífi þeirra þar sem þau bregða á leik, og það er aldrei langt í húmorinn og gleðina. Lífið 18.1.2025 09:01
Erfið umræða sem fólk hafi veigrað sér við að taka Heilbrigðisráðuneytið og félags- og vinnumarkaðsráðuneytið standa saman að málþingi um fóstur- og nýburaskimanir á morgun, þriðjudaginn 24. september. Í tilkynningu segir að málþinginu sé ætlað að vera samtalsvettvangur um fóstur- og nýburaskimanir og hvaða tækifæri og áskoranir fylgja tækniframframförum á þessu sviði, auk þess sem áleitnum siðferðilegum álitaefnum verður velt upp. Innlent 23.9.2024 23:02
Ekki lengur kærustupar, núna orðin hjón Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. Innlent 22.8.2024 20:26
„Fengum ekki sjokk, en við fengum sjokk að hann væri með hjartagalla“ Þeim fer fækkandi sem fæðast með Downs heilkennið hér á landi vegna þess að skimað er sérstaklega fyrir Downs á meðgöngu. Lífið 17.5.2024 11:30
Með skemmtilegri embættisverkum forseta Íslands Forseti Íslands segir það með skemmtilegri embættisverkum að taka á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið og þiggja að gjöf nýtt par af mislitum sokkum. Dagur Downs heilkennisins er haldinn hátíðlegur um allan heim í dag. Innlent 21.3.2024 19:57
Ekkert öðruvísi að eiga barn með Downs Íris Lilja Þórðardóttir fagnar í dag í fyrsta sinn Alþjóðlegum degi Downs-heilkennis með dóttur sinni, Emblu Rún, sem er með Downs. Fjölskyldan klæddi sig öll upp í mislita sokka í morgun og ætlar seinna í dag að halda á hitting hjá Downs-félaginu sem haldinn er í Þróttaraheimilinu. Lífið 21.3.2024 17:01
Færðu forseta Íslands mislita sokka Það var líf og fjör á Bessastöðum í morgun þegar forseti Íslands tók á móti fulltrúum Félags áhugafólks um Downs heilkennið sem afhentu honum mislita sokka í tilefni alþjóðlega Downs dagsins. Forsetinn var hæst ánægður með sokkana sem voru hannaðir af listamanni með Downs heilkenni. Lífið 21.3.2024 14:13
Mögulega fyrsti þingmaður Evrópu með Downs-heilkennið Þingkonan Mar Galcerán hefur brotið blað í sögu Spánar og mögulega Evrópu, með því að verða fyrsta manneskjan með Downs-heilkennið sem kjörinn er á þing. Erlent 9.1.2024 10:26
Þvingaðar ófrjósemisaðgerðir íslenskra kvenna í brennidepli NY Times Þrátt fyrir að þvingaðar ófrjósemisaðgerðir á fötluðu fólki teljist til mannréttindabrota, eru enn dæmi um þær í Evrópu og á Íslandi. Innlent 25.11.2023 20:55
Í tilefni af vitundarvakningu Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar. Skoðun 22.10.2023 08:30
Barbie nú með Downs Mattel, framleiðandi hinna sívinsælu Barbie-dúkka, hefur tilkynnt að sú næsta sem fer í framleiðslu verður með Downs-heilkennið. Undanfarin ár hefur fyrirtækið aukið fjölbreytni meðal Barbie dúkkanna í von um að líkja meira eftir raunverulegum konum. Lífið 25.4.2023 16:06
„Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Nýbakaðir foreldrar stúlku með Downs-heilkenni, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. Innlent 21.4.2023 20:31
„Líklegast er síðasta barnið með Downs heilkenni þegar fætt á Íslandi“ „Ég held í vonina. Að með því að opna á lífið með Ídu okkar sjái fleiri að börn eru allskonar. Og að þó svo að við kunnum að skima er ennþá frjálst val að eyða,“ segir Katrín Árnadóttir móðir sjö ára stúlku með Downs heilkenni. Innlent 21.3.2023 22:55
Á þriðja ár liðið frá því að barn með Downs fæddist á Íslandi Ekkert barn með Downs-heilkennið hefur fæðst hér á landi í á þriðja ár. Frá því að skimun var efld verulega hefur fóstrum með Downs nánast undantekningalaust verið eytt að sögn formanns Félags áhugafólks um Downs-heilkennið. Þetta sé varhugaverð þróun en fólk með Downs eigi að fá að vera hluti af samfélaginu. Innlent 21.3.2023 14:01
Óskaði eftir vinum fyrir son sinn á Facebook „Ég mun greiða þér fyrir að vera vinur sonar míns í tvo daga í hverjum mánuði, í tvær klukkustundir í senn. Það eina sem þú þarft að gera er að sitja með honum í herberginu hans og spila tölvuleiki. Ekkert annað.“ Lífið 21.2.2023 21:00
Gunnar Angus slær í gegn sem Stubbasólin á Netflix Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja ára gamall hefur Gunnar Angus Ólafsson þegar tekið að sér verkefni fyrir stór fyrirtæki í Kanada. Það nýjasta og stærsta er sannkallað stjörnuhlutverk. Gunnar Angus er í hlutverki sólarinnar í Stubbunum (e. Teletubbies). Lífið 3.12.2022 21:27
Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 14.4.2021 13:09
Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. Innlent 30.1.2021 10:01
Auðunn Gestsson er látinn Auðunn Gestsson fyrrverandi blaðasali og núverandi ljóðskáld er fallinn frá. Auðunn andaðist á miðvikudag síðastliðinn. Innlent 21.11.2020 19:02
Fyrsti einstaklingurinn með Downs heilkenni sem klárar járnkarl Flórída-búinn Chris Nikic varð um helgina fyrsti einstaklingurinn með Downs heilkenni til að klára eina erfiðustu íþróttaþraut sem til er. Sport 9.11.2020 15:01
Lýjandi að þurfa endurtekið að staðfesta að barnið sé með Downs Tvö til þrjú börn fæðast með Downs heilkenni hér á landi árlega en eins og gefur að skilja eru þessi börn jafn mismunandi og þau eru mörg. Lífið 2.11.2020 10:30
Hann er algjör stuðpinni Sandra Björg Steingrímsdóttir og ársgamall sonur hennar, Emil Daði Eiríksson, voru á meðal fjölmargra sem komu saman á alþjóðlegum degi um Downs heilkenni sem var haldinn hátíðlegur í veislusal Þróttar 21. mars síðastliðinn. Lífið 23.3.2019 14:00
Svikin loforð í máli sex vina með Downs-heilkenni sem vilja búa saman Elísabet Hansdóttir greindi frá máli sonar síns, Björgvins Axels, í Facebook-færslu í vikunni. Þar lýsti hún úrræðaleysi af hálfu bæjaryfirvalda í Hafnarfirði og tregðu þeirra til að ráðast í framkvæmdir á húsnæði fyrir Björgvin Axel og vini hans. Innlent 4.10.2018 16:45
Umfjöllun um Downs á Íslandi leiddi til umdeilds frumvarps um fóstureyðingar í Pennsylvania Fulltrúadeild þings Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur samþykkt lagafrumvarp sem meinar verðandi mæðrum að fara í fóstureyðingu sem byggir á þeirri vitneskju að fóstrið hafi greinst með downs-heilkenni. Erlent 17.4.2018 14:30
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. Erlent 15.8.2017 20:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent