Lífið

Dóttir Gunnars Nelson og Fransisku komin með nafn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Fransiska Björk og Gunnar Nelson eignuðust yngsta barn sitt í ágúst. Á myndinni má einnig sjá Stíg, son Gunna og stjúpson Fransisku, og dóttur þeirra Míru Björk sem er fædd árið 2019.
Fransiska Björk og Gunnar Nelson eignuðust yngsta barn sitt í ágúst. Á myndinni má einnig sjá Stíg, son Gunna og stjúpson Fransisku, og dóttur þeirra Míru Björk sem er fædd árið 2019. Instagram @fransiskabjork

Bardagakappinn Gunnar Nelson og sálfræðingurinn Fransiska Björk Hinriksdóttir birtu í dag færslu á Instagram þar sem þau afhjúpa nafn yngri dóttur sinnar. 

Stúlkan fæddist 13. ágúst síðastliðinn og hefur nú fengið nafnið Rósey Cesilie Nelson en millinafnið kemur frá norskum rótum Fransisku. Á Instagram skrifa Fransiska og Gunni:

„Hæ, ég heiti Rósey Cesilie Nelson. Fyrra nafnið datt pabba mínum í hug á fæðingardeildinni og seinna er nafn norsku ömmu minnar.“ 

Ásamt myndum af litlu dömunni birtu þau létt og skemmtilegt myndband af Gunna.

„Sælt veri fólkið, tyllið ykkur endilega og sýnið ykkar bestu hliðar. Ég ætla að fá að tilkynna nafn á lítilli stúlku,“ segir Gunni á myndbandinu og syngur nafnið svo listilega á bláan karókí míkrafón. 


Tengdar fréttir

„Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“

Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×