Hvað með Grindvíkinga? Guðbrandur Einarsson skrifar 10. janúar 2024 07:02 Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Grindavík Efnahagsmál Lífeyrissjóðir Viðreisn Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn. Eitt af þeim málum sem hafa setið á hakanum meðan á rifrildinu stendur er úrlausn fyrir þá Grindvíkinga sem eru með lán hjá lífeyrissjóðum. Þeir hafa ekki notið sömu niðurfellingar og bankarnir hafa veitt. Nú hafa lífeyrisjóðirnir lýst því yfir að lög kveði á um að heimild þeirra til þess að fella niður afborganir lána sé ekki fyrir hendi. Það verður því að grípa til annara ráða til þess að lántakendur hjá lífeyrisjóðunum sitji við sama borð og aðrir. Samkvæmt upplýsingum frá formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur eru u.þ.b. 100 Grindvíkingar í þessari stöðu og upphæðin gæti numið 60-70 milljónum fyrir þá þrjá mánuði sem þessi aðgerð átti að ná yfir í fyrstu atrennu. Þetta eru því smáaurar í stóra samhenginu þegar ljóst er að tjónið í Grindavík nemur nú þegar tugum milljarða. Úr því að ríkistjórnin ætlar sér að eyða tíma sínum í að rífast innbyrðis verður að koma til önnur leið. Ég mun því hafa forgöngu um ásamt minnihluta velferðarnefndar að nefndin leggi fram tillögu um að ríkissjóður taki þennan kostnað á sig. Ríkisstjórnin getur þá haldið áfram að rífast á meðan í friði. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar