Bæjarstjórn fundaði í Grindavík í fyrsta sinn síðan í október Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. janúar 2024 23:01 Smátt og smátt færist líf í Grindavík þrátt fyrir áframhaldandi eldgosahættu. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði í Grindavík í dag í fyrsta skipti síðan í lok október. Forseti bæjarstjórnar segir innviði líta betur út en þau þorðu að vona og segir uppbyggingu varnargarða ganga hratt fyrir sig. „Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira
„Það var hugur okkar bæjarstjórnar að taka þennan fund heima og nú hefur færst aðeins líf í bæinn,“ segir Ásrún Helga Kristinsdóttir forseti bæjarstjórnar í samtali við Vísi. Hún segir helstu mál fundarins hafa verið að skoða stöðu innviða og húsnæðis í eigu bæjarins í kjölfar jarðhræringanna. Þá hafi þau þurft að gera breytingar á fjárhagsáætlun sem þau höfðu gert drög að fyrir rýmingu. Nú verði fjármunum helst varið í uppbyggingu innviða auk sérfræðiaðstoðar sem mun bjóðast tjónþolum. „Þetta lítur betur út en við þorðum að vona,“ segir Ásrún. En þrátt fyrir það fari næstu tveir mánuðir í að laga húsnæði Grindavíkurbæjar. „Við líka vonumst til þess að það gerist ekkert meira hjá okkur,“ bætir hún við og vísar til nýs hættumats Veðurstofunnar. „Ég viðurkenni alveg eftir fréttir dagsins að það er aðeins meiri beygur í dag en í gær við þurfum samt sem áður að vera skynsöm og meðvituð um þessar hættur.“ Ásrún segir frábært að sjá hve vel bygging varnargarða hefur tekist. Um það bil tvær vikur séu í að fyrsta áfanga í byggingu garðanna í kringum Grindavík verði náð. Því fylgi mikil öryggistilfinning. „Þeir eru alveg á fullu og það er mikil breyting dag frá degi,“ segir Ásrún.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Sveitarstjórnarmál Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Sjá meira