„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2024 14:20 Jodie Foster og Jimmy Kimmel í þætti Kimmels í gær. Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi. Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Þættirnir eiga að gerast í Alaska og Kimmel spurði hvort þeir hefðu verið teknir upp í Alaska. Hún sagði að það hefði reynst erfitt vegna lélegra samgangna og innviða. Því hefðu þættirnir verið teknir upp á Íslandi. Foster sagði það ekki hafa geta verið frábærara. Ísland væri yndislegt og Reykjavík frábær bær. Leikkonan goðsagnakennda sagði nýverið í samtali við blaðamann Vísis að í hennar huga væri Reykjavík hinn fullkomni bær. Foster og Kimmel ræddu norðurljósin, sem hún sagðist hafa séð oft og að það hefði verið frábært. Kimmel sagði það hljóma vel en bætti við að Ísland virtist að öðru leyti „hræðilegur“ staður til að vinna á. Því það væri alltaf svo mikið myrkur. Foster tók undir að það væri mikið myrkur hér stóran hluta ársins og sólin kæmi varla upp fyrir sjóndeildarhringinn í nokkra mánuði. „Það var ég að meina þegar ég sagði hræðilegt að vinna þarna,“ sagði Kimmel. „Það er ekki slæmt. Það er hægt að finna hluti til að gera,“ sagði Foster. Kimmel sagðist þá lengi hafa viljað heimsækja Ísland en hann hefði ekki áhuga á því að vetri til. „Ég mun pottþétt heimsækja Ísland einhvern tímann. Kynntist þú fólkinu þarna?“ Foster sagðist svo sannarlega hafa gert það. Við Íslendingar væru æðislegir og tónlistarmenningin í Reykjavík væri frábær. Þá nefndi hún sérstaklega sundlauga og heitulauga menninguna hér á landi. Flestir færu í almennar laugar í viku hverri. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan. Umræða þeirra Foster og Kimmel fór kannski aðeins af sporinu þegar talið barst að álfum og því hvort Íslendingar trúi á þá. „Þau trúa hundrað prósent á álfa,“ sagði Foster. Hún sagði íslenska álfa ekki vera fyndna og skemmtilega, heldur væru þeir hrekkjalómar. „Ef þú týnir lyklunum þínum: Helvítis álfarnir,“ sagði Foster sem dæmi og nefndi hún einnig týnda sokka og slíkt. Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu kom fram að 35 prósent landsmanna segjast trúa á álfa. Hlutfallið hefur aukist um tæp fimm prósent á fimm árum. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ræddu þessa niðurstöðu í Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag. Enginn formaður tók svo djúpt í árinni að segjast ekki trúa á álfa. Þá nefndi Foster sérstaka jólaálfa, sem hefðu hræðilegar sögur eins og sögur um mæður að borða börnin sín en íslensk börn hefðu gaman af því. Kimmel velti þá vöngum yfir því hvort Íslendingar trúðu í alvörunni á álfa eða hvort sögurnar af því væru bara flökkusögur um Ísland og Íslendinga. Þá sagðist Foster handviss um að Íslendingar trúðu á álfa. „Þau gera það,“ sagði hún. Þá sagðist Kimmel ætla að klæða sig eins og álfur þegar hann heimsæki loks Ísland og hann ætli að valda miklum óskunda hér á landi.
Tökur á True Detective á Íslandi Íslandsvinir Hollywood Tengdar fréttir Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1. janúar 2024 07:34