Stöðug viðvera í sprungunni en telja óöruggt að senda kafara Árni Sæberg og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. janúar 2024 10:49 Frá sprungunni í Grindavík. Steingrímur Dúí Sigmenn á vegum Landsbjargar hafa stöðuga viðveru ofan í sprungunni í Grindavík, sem talið er að maður hafi fallið ofan í, en ekki er talið öruggt að senda kafara til leitar í vatni sem tekur við á margra metra dýpi ofan í sprungunni. Aðgengi íbúa að Grindavík helst óbreytt. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík. Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að leit haldi áfram af fullum krafti í dag. Vaktaskipti hafi verið í morgun og óþreytt fólk sé tekið við leitinni. Vanir fjalla- og rústabjörgunarmenn séu komnir til Grindavíkur víða að af landinu. Þeir hafi nú stöðuga viðveru, tveir í senn, ofan í sprungunni við leit að manninum. Talið er næsta víst að maðurinn hafi fallið í sprunguna þegar hann var við vinnu við jarðvegsþjöppun eftir sprungufyllingu. Jón Þór segir sprunguna töluvert djúpa og vatn taki við á nokkru dýpi. Ekki hafi verið talið öruggt að senda kafara ofan í vatnið en fjarstýrðum neðansjávarmyndavélum sé beitt við leitina. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ætla sér að finna manninn Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé óbreytt, leit standi enn yfir og maðurinn sé ófundinn. Stöðug leit hafi staðið yfir frá því að tilkynnt var um hvarf mannsins á ellefta tímanum í gær. „Við ætlum okkur að finna þann mann sem við leitum að,“ segir Úlfar um framhaldið. Vinnu frestað en aðgengi óbreytt Lögreglustjóri fundaði með öðrum viðbragðsaðilum klukkan 08 í morgun þar sem farið var yfir öryggismál hvað varðar vinnu við viðgerðir í Grindavík. „Í ljósi atburða gærdagsins og yfirstandandi leitar hefur verið tekin ákvörðun um að fresta öllum frekari framkvæmdum fram yfir helgi,“ segir Úlfar. Á þriðjudag verði fundað með verktökum og öðrum hlutaðeigandi um framhaldið. „Það er fullur hugur í þeim að halda þeirri vinnu áfram.“ Þá segir Úlfar að viðvera íbúa Grindavíkur og starfsemi í bænum haldist óbreytt þrátt fyrir atburði gærdagsins. Hann leggur þó áherslu á að varhugavert sé að dvelja í Grindavík.
Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Féll í sprungu í Grindavík Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira