Spá því að ársverðbólga verði 5,9 prósent í apríl Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 11:16 Útsölur og lækkun flugfargjalda á að vega á móti gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi um áramót. Útsölur eru í flestum verslunum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og verði komin í sex prósent í apríl. En til að það gerist þarf íbúðamarkaður „að vera til friðs“ og krónan að haldast stöðug. Þetta kemur fram í nýjustu spá deildarinnar sem birt var í dag. „Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér. Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
„Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér.
Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira