Aldís greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.
Drengirnir mættu í heiminn eftir 35 vikna meðgöngu og hafa þegar í stað verið nefndir, Teitur Örn og Högni Karl.
„Báðir hraustir og flottir, um 11 merkur og 47 cm og almennt bara alveg eins að mati okkar foreldranna,“ skrifar Aldís við fallega mynd af tvíburunum.
Fyrir eiga hjónin tvo drengi þá Arnald fimm ára og Eystein Ara þriggja ára.