Skaðsemi of lágra raunvaxta Arnbjörn Ingimundarson skrifar 12. janúar 2024 08:31 Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur verið tekist á í greinaskrifum um gjaldmiðlamál og vexti og var í lok einnar greinar kallað eftir því að einhver skýrði skaðsemi of lágra raunvaxta. Þörf er á að þessu kalli sé svarað, þar sem sú skoðun virðist útbreidd að lágt vaxtastig þjóni almenningi og að háir vextir komi hinum efnameiri til góða. Sem dæmi var VR með auglýsingaherferð fyrir um ári síðan þar sem því var haldið fram að vaxtahækkanir væru launahækkanir ríka fólksins og að vaxtahækkanir væru skammtímalausn, áþekk þeirri að hlýja sér með því að pissa í skóinn. Í raun er þessu öfugt farið. Sé litið aftur í aldir var einfaldara samband milli lánveitenda og lántakenda en nú er. Þeir efnameiri lánuðu þeim efnaminni, sem enduðu jafnvel í þrældómi ef þeim tókst ekki að endurgreiða lán sín. Háir vextir voru því íþyngjandi fyrir þá efnaminni og til þess fallnir að auka á ójöfnuð. Í nútíma markaðshagkerfi er samband milli lánveitenda og lántakenda ekki jafn einfalt. Lánveitendur eru að miklu leyti almenningur, bæði óbeint í gegnum lífeyrissjóði og beint með vaxtaberandi sparnaði, svo sem bankareikningum. Lántakendur eru ekki einungis almenningur, heldur að miklu leyti fyrirtæki og fjárfestar, sem skuldsetja sig til kaupa á ýmiss konar eignum, þar á meðal hlutabréfum og fasteignum. Of lágir vextir stuðla að óstöðugleika Lágir raunvextir draga úr hvata til sparnaðar. Þeir sem hafa treyst á vaxtatekjur við það sem mætti kalla eðlilegt vaxtastig þola ekki lengur við þegar raunvextir verða neikvæðir og færa sig yfir í áhættusamari eignir. Fjárfestar auka skuldsetningu sína á lágu vöxtunum og áhættusæknin smitar út frá sér, enda hefur verið sagt að ekkert valdi sams konar áþján eins og að sjá nágranna sinn hagnast þegar maður er ekki að því sjálfur. Þessi saga einskorðast hvorki við Ísland né nútímann, en hún endar venjulega með sama hætti; aukinni skuldsetningu, æ útbreiddari spákaupmennsku og eignaverðsbólum, sem óhjákvæmilega springa fyrr eða síðar. Einhvers staðar á leiðinni eru vextir svo hækkaðir snarlega til að bregðast við þenslunni. Þannig veldur óeðlilega lágt vaxtastig óstöðugleika, sem er engum til góðs. Ófyrirséðar afleiðingar Ef vaxtahækkanir eru launahækkanir ríka fólksins, má þá ekki ætla að tímabil lágra vaxta komi þeim illa? Það er ekki raunin. Svo dæmi sé tekið varð eignadreifing í Bandaríkjunum stöðugt ójafnari á árunum 2009-2021, sem var óvenjulegt tímabil fyrir þær sakir hvað vextir héldust lágir lengi. Það var efnameira fólkið sem hafði greiðari aðgang að lánsfé á lágum vöxtum og gat nýtt sér það til að fjárfesta í eignum sem hækkuðu verulega í verði á tímabilinu. Þeir sem gátu síður tekið slíka áhættu og treystu á vaxtatekjur af sínum sparnaði fengu lítið fyrir sinn snúð. Miklar sveiflur á vaxtastigi og eignaverði geta haft handahófskennd áhrif og komið mjög misjafnlega við hópa, t.d. eftir aldri. Tökum sem dæmi ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu fasteign við núverandi aðstæður. Það þarf að glíma bæði við hátt vaxtastig og hátt húsnæðisverð. Þótt það sé í fyrstu ekki augljóst má rekja hvort tveggja til óeðlilega lágs vaxtastigs á árunum 2020-2022. Neikvæðir raunvextir eru sjúkdómseinkenni, sem getur aldrei varað lengi í heilbrigðu hagkerfi. Í stað þess að vonast eftir sem lægstum vöxtum ætti markmiðið að vera að vaxtastig sé tiltölulega fyrirsjáanlegt og stöðugt. Ætla má að eðlilegt raunvaxtastig skammtímavaxta sé á bilinu 0-3%, eftir því hverjar efnahagsaðstæður eru hverju sinni. Ekki svo lágir að þeir leiði til slæmra fjárfestinga og óstöðugleika, en ekki svo háir að þeir hamli eðlilegri lántöku. Höfundur starfar við fjárfestingar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun