Skotinn 55 sinnum og fjölskyldan fær fimm milljónir dala Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2024 08:38 Fjölskylda Willie McCoy fær fimm milljónir dala í miskabætur. Getty/ Carlos Avila Gonzalez Borgin Vallejo í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur ákveðið að greiða ættingjum Willie McCoy, sem skotinn var til bana af lögreglu árið 2019, fimm milljónir dala í miskabætur. Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Þann 9. febrúar 2019 var McCoy sofandi í bíl sínum fyrir utan veitingastaðinn Taco Bell í Vallejo þegar lögregla mætti á staðinn eftir að hafa verið kölluð út. Stuttu eftir komu á bílastæðið hófst skothríð lögreglu á bílinn. Lögregla hélt því fram að McCoy, sem þá var tvítugur, hafi teygt sig niður í átt að byssu en á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sést engin slík hreyfing. McCoy virtist þess í stað hafa vaknað, brugðið mjög, og teygt hönd sína í átt að öxl. Þá sýndu upptökurnar það að lögreglumenn gerðu enga tilraun til að vekja McCoy eða tilkynna honum að lögreglan væri þarna á ferð áður en þeir beindu skotvopnum í átt að höfði hans. Þá heyrist lögreglumaður á upptöku segja, áður en McCoy vaknaði: „Ef hann teygir sig í það veistu hvað þú átt að gera“ og „ég ætla að draga hann út og setja hann í járn“. Dauði McCoys vakti mikla reiði meðal Bandaríkjamanna og miklum mótmælum var hrundið af stað í kjölfar þess að ráðgjafi, sem ráðinn var til að rannsaka málið af Vallejo, komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegt hafi verið að McCoy væri skotinn 55 sinnum. Þá vakti það jafnframt mikla reiði að saksóknarar hafi neitað að ákæra lögreglumennina sem báru ábyrgð í málinu. Samkvæmt umfjöllun Guardian um málið er lögregluembættið í Vallejo þekkt fyrir mikla grimmd og fjöldann allan af málum er varða misferli eða vanrækslu. Á árunum 2010 til 2020 var embættið það sem bar ábyrgð á flestum dauðsföllum af öllum lögregluembættum í Kaliforníu og meira en tugur lögreglumanna hafði banað manni í vinnunni án þess að það hefði afleiðingar. Fréttastofan Open Vallejo ljóstraði upp um það í umfjöllun sinni árið 2020 að menning hefði skapast meðal lögreglumanna í borginni að „halda upp á“ það þegar þeir skutu einhvern til bana með því að brjóta upp á odd barmmerki sínu í hvert sinn.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08 Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Derek Chauvin fundinn sekur um morðið á George Floyd Kviðdómarar í Minneapolis í Bandaríkjunum hafa fundið fyrrverandi lögregluþjóninn Derek Chauvin sekan um morðið á George Floyd. Myndbönd af dauða Floyd í haldi lögreglu fóru eins og eldur í sinu um Bandaríkin og leiddu til umfangsmikilla mótmæla og jafnvel óeirða. 20. apríl 2021 21:08
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16