Börnum lofað Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 12. janúar 2024 13:30 Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar. Skírnin er sú athöfn sem á sér lengsta sögu í kristnum átrúnaði og jafnframt sú athöfn sem markar sérkenni safnaða. Í okkar kirkjudeild er það venja að skíra ungabörn en margar kirkjur líta svo á að skírn feli í trúarlega skuldbindingu, játningu, og þá benda þau réttilega á að það beri frekar að skíra fulltíða fólk. Skírnin bindur ekki hendur barna í trúarlegum efnum, hún er hátíð, fyrirbæn og blessun barninu til handa. Skírnin byggir í þeim skilningi á félagslegum, samfélagslegum og trúarlegum grunni. Félagslegi þátturinn birtist skýrast á skírnardeginum. Ástvinir barnsins eru kölluð saman til að fagna því að nýr fjölskyldumeðlimur hefur bæst í ástvinanetið. Markmiðið er að fagna hinu nýja lífi og segja við barnið í orði og verki, „við elskum þig og stöndum með þér í lífinu“. Ástvinir barnsins eru með nærveru sinni að lofa barninu og foreldrum þess að reynast það bakland sem til þarf, til að barnið megi vaxa og dafna í lífinu. Þrá sem allir foreldrar, afar og ömmur, og ástvinir bera í brjósti fyrir börnin sín. Barnið lofar engu, það þiggur einfaldlega þá ást og þann stuðning sem borinn er fram. Samfélagslegi þátturinn er á ábyrgð okkar allra, trúaðra sem utan trúfélaga. Þegar prestur þjónustar fjölskyldu sem fulltrúi kirkjunnar og íslensks samfélags gerir hann/hún/hán það í meðvitund um þann sáttmála sem samfélag okkar byggir á. Okkur ber að standa vörð um börn. Sá sáttmáli er bundinn í landslög og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna en er jafnframt grundvallaður á trúararfleifð sem lítur börn augum Jesú Krists. Jesús sagði umgengni okkar við börn vera mælikvarða á heilbrigði samfélagsins, þar sem er rými fyrir börn er óhætt að vera manneskja. Foreldrar leggja sig alltaf fram við að sinna börnum sínum, en í aðstæðum þar sem veikindi eða fátækt ógna velferð fjölskyldna er velferð barna ógnað. Veikindi geta verið af ýmsum toga og börn, sem búa við aðstæður þar sem fíknisjúkdómar eða líkamleg og andleg veikindi valda skaða, þurfa inngrip og stuðning. Það er á ábyrgð samfélagsins alls að heilbrigðisþjónusta sé ekki forréttindi útvalinna og að fjölskyldur sem glíma við veikindi fái viðunandi stuðning við að sinna börnum heimilisins. Fátækt barna fer vaxandi á Íslandi og í samfélagi okkar búa samkvæmt úttekt Evrópuráðs Barnaheillar um 10.000 börn við fjárhagsaðstæður sem ógna velferð þeirra. Sá skaði sem fátækt veldur börnum er vel þekktur í rannsóknum og varðar ekki einungis næringu þeirra og húsakost, heldur einnig árangur í námi og möguleika til þátttöku í íþróttum og frístundastarfi. Barn sem elst upp við fátækt hefur skerta möguleika til farsældar í lífinu og ólíkt fullorðnum geta börn ekki beðið eftir að aðstæður þeirra batni á mótunarárum. Á þetta hafa kirkjur og hjálparsamtök ítrekað bent en ábyrðin liggur hjá okkur öllum. Hinn trúarlegi þáttur byggir á þeirri heimsmynd að manneskjan sé heilög og að lífið sé gjöf. Skírnarkjóllinn er hvítur til að minna á mannhelgi og vatnið er tákn lífsins, enda er ekkert líf án vatns. Við fæðingu barns birtist hversu brothætt lífið er og því kallast á gleði og ótti á þeirri ögurstundu frá hríðum til hraustlegs barnsgráts. Foreldrarnir eru eins og segir í sálmi nýútkominnar sálmabókar, „full af gleði yfir lífsins undri“ og „full af kvíða fyrir huldri framtíð“. Skírnin er því í senn þakkarbæn fyrir lífið, hátíð til að fagna nýjum fjölskyldumeðlimi, loforð sem ástvinir og samfélagið strengja barninu til handa og fyrirbæn um að góður Guð sé með í för á ævigöngunni. Þess vegna er fátt dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðið til skírnar. Safnaðarmeðlimir Fríkirkjunnar í Reykjavík greiða ekki fyrir prestþjónustu við skírnir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran Skoðun