„Það er einhver tenging á milli okkar en við höfum aldrei hist“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. janúar 2024 20:00 „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi, segir Ólafía Þórunn en konurnar hafa aldrei hist.“ aðsend/vísir Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn á í einlægum en óhefðbundnum vinskap við 75 ára konu á Akureyri. Þær hafa aldrei hist en Ólafía fær reglulega sendar heimaprjónaðar peysur frá konunni. Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía. Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira
Vinátta kvennanna er í raun ótrúleg en allt hófst þetta þegar hin 75 ára Margrét Sölvadóttir horfði á Atvinnumennina okkar á Stöð 2 þar sem Ólafía var til viðtals. „Einhvern veginn greip þessi stúlka mig alveg bara, ég veit ekki hvernig. En mér fannst hún svo einlæg í þessu viðtali,“ segir Margrét Sölvadóttir, 75 ára Akureyringur. Ólafía hafi verið broshýr og heil í gegn. „Og hún greip mig bara einn, tveir og þrír. Og mig langaði svo að gera eitthvað fyrir hana og hugsaði hvað get ég gert fyrir þessa stúlku? Hún er alveg yndisleg.“ Hvetjandi skilaboð Margréti datt í hug að setja sig í samband við Ólafíu og prjóna handa henni peysu: Hvíta lopapeysu með glitrandi mynstri. „Svo komu skilaboð með peysunni. Ég var svona smá að ströggla á þessum tíma og skilaboðin voru á þá leið að ég gæti þetta,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, fyrrverandi atvinnukylfingur. Skilaboðin voru hvetjandi.stöð 2 Ólafía segir peysuna alltaf vekja mikla athygli, enda sannkallað listaverk og segir hún Margréti vera einstaka konu. Vinasamband hófst milli þeirra og peysusendingarnar urðu fleiri. „Ég fékk þessa,“ segir Maron Atlas, tveggja ára sonur Ólafíu. Hvað er á henni? „Bílar. Auk þess sem hann fékk heilgalla, ljósa peysu og stórustráka peysu eins og hann orðar það. Enn einn pakkinn barst Ólafíu í gær: Bangsi, peysa, smekkbuxur og fleira. „Svo eru þetta alltaf algjör listaverk,“ segir Ólafía. Margrét er mikil listakona. Hér prjónar hún enn eitt verkið.stöð 2 Ein af tíu vinum á Facebook Ólafía segir að á þeim tíma sem Margrét sendi henni fyrstu peysuna hafi hún hætt á Facebook um tíma vegna anna. „Og ég bjó til svona leyni Facebook og hún var ein af tíu sem var með leyni Facebookið mitt, þannig ég skrifaði henni þar og þakkaði alltaf fyrir mig.“ Ólafía Þórunn segir peysuna alltaf vekja mikla athygli.stöð 2 Ætla að hittast einn daginn Þær hafa aldrei hist, dreymir um það en þangað til hefur Margrét þessi skilaboð til Ólafíu. „Vertu bara áfram þú sjálf Ólafía mín og ég í hjarta mínu fylgist áfram með þér, það er alveg á hreinu.“ „Það er einhver tenging á milli okkar, það er eins og við séum gamlar sálir sem þekktumst í fyrra lífi eða eitthvað, en við höfum aldrei hist. Mig langar mjög að hitta hana þannig einhvern tímann þegar við förum á Akureyri þá verðum við að segja hæ við hana,“ segir Ólafía.
Akureyri Reykjavík Handverk Prjónaskapur Golf Ástin og lífið Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fleiri fréttir Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Sjá meira