Hætta leitinni að manninum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 19:14 Engin ummerki fundust um manninn. Landsbjörg Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir að leitin að manninum sem féll ofan í sprungu í Grindavík sé hætt vegna hve erfiðar aðstæður eru. „Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
„Því miður hefur leit að manninum ekki borið árangur. Aðstæður í sprungunni eru mjög ótryggar. Og það er engan veginn forsvaranlegt að senda sigmenn niður í sprunguna við erum að tala um sprungu sem er sirka 40 metrar á dýpt. Niðurstaða er að það er og verður ekki hægt að sinna þarna björgunarstörfum þannig að leit hefur því miður verði hætt,“ segir hann í viðtali við RÚV í kvöld. Aðdragandi slyssins var sá að hrun varð í sprungu sem unnið var við að fylla inn í sem dró manninn ofan í hana. Annað hrun varð svo í gær sem auðveldaði leitarliðum ekki verkið. Úlfar segir slysið vera hörmulegt en að svæðið sé ótryggt og að sprungurnar sem víða finnist í Grindavík séu hættulegar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um rýmingu Grindavíkur eða neitt slíkt, að sögn Úlfars. Afar þungbær ákvörðun Hann segir jafnframt að lögreglan hefði þegar haft samband við aðstandendur mannsins og að hugur lögreglunnar sé með þeim. Engin ummerki um manninn hafa fundist. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir ákvörðunina vera afar þungbær þeim sem stóðu að leitinni. „Okkur hefði ekki langað neitt frekar en að klára verkefnið og finna manninn en það var því miður ekki að þessu sinni,“ segir hann. Vettvangur leitarinnar.Landsbjörg Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörgu vottar félagið aðstandendum mannsins dýpstu samúð. „Þessi leit á sér engin fordæmi og var afar krefjandi. Samstarf björgunaraðila allra, björgunarsveita, slökkviliðs Grindavíkur og Höfuðborgarsvæðisins, sérsveitar lögreglu og lögreglunnar á Suðurnesjum gekk afar vel, en því miður er niðurstaðan þessi. Hugur þeirra er hjá aðstandendum,“ segir í tilkynningunni. Gríðarlega þröngt var ofan í sprungunni.Landsbjörg Björgunarsveitin Þorbjörn sendi einnig frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvarðarinnar og segir aðstæður hafa verið erfiðar og flóknar. Þorbjarnarmenn votta aðstandendum samúð sína.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira