Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2024 22:32 Strákunum okkar var svo sannarlega létt eftir að hafa þó náð stigi í kvöld. VÍSIR/VILHELM Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. Það virtust langflestir í höllinni búnir að gefa upp vonina en ef það er hægt að hrósa íslenska liðinu fyrir eitthvað í kvöld, fyrir utan firnasterka vörn og markvörslu í fyrri hálfleik, þá er það hvernig liðið reddaði sér í blálokin. Til þess þurfti styrk. Niðurstaðan 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Fyrirliðinn Aron var ekki búinn að eiga góðan dag frekar en aðrir aðalmenn í útilínu íslenska liðsins, en tvö negludjöfulssnilldarskot og svo hjálp við að stela boltanum á síðustu sekúndunum færðu Íslandi stig. Íslendingar gátu leyft sér að brosa í lokin, eftir að hafa komist úr nánast ómögulegri stöðu.VÍSIR/VILHELM Mér varð á að spyrja Aron í gær hvort hann teldi ekki minni ábyrgð á sínum herðum en oft áður, og hvernig það horfði við honum. Hann var svo greinilega ósammála um að ábyrgðin hefði minnkað að maður sannfærðist um að hann yrði hetjan í þessum leik. Sú varð raunin. Án hans framtaks væri mótið nánast farið í vaskinn, þó að hann hafi alls ekki verið besti maður leiksins. Þegar rykið er sest grætur maður samt að stigin skyldu ekki vera tvö. Ekki vegna þess að Ísland hafi átt það skilið heldur því það var svo mikilvægt. Serbar eru í nákvæmlega sömu erindagjörðum og við á þessu móti – telja sig geta gælt við undanúrslitin og ætla sér að ná sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Við erum hins vegar með betra lið – þessi leikur styrkti bara þá trú – því það er svo augljóst hve mikið svigrúm er til bætinga hjá okkar mönnum. En ég vil alla vega miklu frekar enda mótið vel en að byrja það vel. Íslensku stuðningsmennirnir voru lengst af vel með á nótunum. Portúgölsku dómararnir gerðu alls konar gloríur í leiknum, við litla kátínu Íslendinga. Að kenna dómurunum um hvernig fór væri þó ódýr leið.VÍSIR/VILHELM Strákarnir kunna alveg að skammast sín, ef svo má segja. Þeir vita alveg hvað þeir eiga mikið inni og fóru ekki leynt með það í viðtölum eftir leik. Þeir gengu ekki brosandi úr höllinni, þrátt fyrir að ná stigi úr vonlausri stöðu. Frosinn sóknarleikur Eitt af því fáa sem gekk þó mjög vel var markvarslan hjá Viktori Gísla í fyrri hálfleik. Það mætti alveg flokka hann sem mikilvægasta mann liðsins upp á árangur á mótinu að gera, þannig að það var ekki gott að heyra að hann væri veikur daginn fyrir leik. En kannski gerir smá flensa mönnum bara gott því Viktor var sjóðheitur og varði helming skota sem á markið komu fyrri þrjátíu mínúturnar. Íslensku stuðningsmennirnir spiluðu með honum og vörnin var sterk, en sóknarlega var allt í rugli framan af. Þykkir, serbneskir skrokkar gáfu bara ekkert pláss. Elliði Snær Viðarsson var sendur upp í stúku eftir korters leik, með rautt spjald, og var skiljanlega afar ósáttur.VÍSIR/VILHELM Ísland skoraði ekki mark úr uppstilltri sókn fyrr en eftir tæpt korter, og þá hafði líka Elliði Snær fengið að líta rauða spjaldið fyrir klaufalegt kjaftshögg. Virkaði svo sem mjög strangur dómur, séð úr stúkunni, og svo sannarlega högg fyrir íslenska liðið. En þrátt fyrir frostið í sóknarleiknum, sem var svipað og utandyra í München þessa dagana, komst Ísland í 7-4 eftir hraðaupphlaup frá Sigvalda og Bjarka. Allt í góðu. En allt í einu kastaði Ómar Ingi boltanum tvisvar illa frá sér og Serbar jöfnuðu nánast strax. Staðan þó 11-10 í hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í fyrri hálfleik, en ekki í þeim seinni.VÍSIR/VILHELM Eins og stundum áður náði Viktor Gísli ekki að tengja saman tvo góða hálfleiki. Það var dauft yfir mönnum í upphafi seinni hálfleiks og reyndar líka yfir áhorfendum. Í hnífjöfnum og æsispennandi leik. Frekar skrýtið. Serbar komust yfir. Þeir vissu að þeir yrðu að hlaupa mikið í leiknum og sinntu því samviskusamlega. Gáfu engin óþarfa færi á sér, fyrr en í blálokin. Okkar frábæru sóknarmenn fundu sig ekki og Ómar varð að taka sæti á bekknum snemma í seinni hálfleik, eftir mistök á mistök ofan. Ég bjóst við honum á flugi inn í mótið, svipuðum og á síðasta EM. Ég ætla rétt að vona að húfumútumálið hafi ekki truflað hann, og veit svo sem að svo var ekki. Bjarki Már Elísson sækir boltann og kraft frá íslensku stuðningsmönnunum, sem fjölmennt hafa til München.VÍSIR/VILHELM Viggó Kristjánsson kom inn á og minnti á að Ísland er með góða breidd. Kláraði síðustu tuttugu mínúturnar með sóma. Útlitið var samt dökkt, afar dökkt, eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Serbarnir alltaf á undan. Um tíma virtust þeir geta skorað í hverri einustu sókn og engu skipti þó að Björgvin Páll kæmi í markið. En þetta bjargaðist. Snorri Steinn sendi Einar Ólafsson inn á í lokin til að hrista upp í vörninni. Það virkaði, með hjálp Arons og fleiri. Ísland fékk þó alla vega stig. Ólympíudraumurinn lifir og ef liðið lærir af þessum leik, og býður upp á betri og fjölbreyttari sóknarleik gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi, eru enn margir dagar eftir af spennandi og skemmtilegu móti hjá Íslendingum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Maður sér aldrei handboltadómara með virkilega gott hár Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin, lokatölur 27-27. 12. janúar 2024 19:46 „Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. 12. janúar 2024 19:09 „Mótið er alls ekki búið“ „Veit ekki, frekar skrítinn leikur. Erum að klikka á algjörum grunnatriðum og förum illa með yfirtöluna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik EM karla í handbolta. 12. janúar 2024 18:55 Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Það virtust langflestir í höllinni búnir að gefa upp vonina en ef það er hægt að hrósa íslenska liðinu fyrir eitthvað í kvöld, fyrir utan firnasterka vörn og markvörslu í fyrri hálfleik, þá er það hvernig liðið reddaði sér í blálokin. Til þess þurfti styrk. Niðurstaðan 27-27 jafntefli við Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Fyrirliðinn Aron var ekki búinn að eiga góðan dag frekar en aðrir aðalmenn í útilínu íslenska liðsins, en tvö negludjöfulssnilldarskot og svo hjálp við að stela boltanum á síðustu sekúndunum færðu Íslandi stig. Íslendingar gátu leyft sér að brosa í lokin, eftir að hafa komist úr nánast ómögulegri stöðu.VÍSIR/VILHELM Mér varð á að spyrja Aron í gær hvort hann teldi ekki minni ábyrgð á sínum herðum en oft áður, og hvernig það horfði við honum. Hann var svo greinilega ósammála um að ábyrgðin hefði minnkað að maður sannfærðist um að hann yrði hetjan í þessum leik. Sú varð raunin. Án hans framtaks væri mótið nánast farið í vaskinn, þó að hann hafi alls ekki verið besti maður leiksins. Þegar rykið er sest grætur maður samt að stigin skyldu ekki vera tvö. Ekki vegna þess að Ísland hafi átt það skilið heldur því það var svo mikilvægt. Serbar eru í nákvæmlega sömu erindagjörðum og við á þessu móti – telja sig geta gælt við undanúrslitin og ætla sér að ná sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Við erum hins vegar með betra lið – þessi leikur styrkti bara þá trú – því það er svo augljóst hve mikið svigrúm er til bætinga hjá okkar mönnum. En ég vil alla vega miklu frekar enda mótið vel en að byrja það vel. Íslensku stuðningsmennirnir voru lengst af vel með á nótunum. Portúgölsku dómararnir gerðu alls konar gloríur í leiknum, við litla kátínu Íslendinga. Að kenna dómurunum um hvernig fór væri þó ódýr leið.VÍSIR/VILHELM Strákarnir kunna alveg að skammast sín, ef svo má segja. Þeir vita alveg hvað þeir eiga mikið inni og fóru ekki leynt með það í viðtölum eftir leik. Þeir gengu ekki brosandi úr höllinni, þrátt fyrir að ná stigi úr vonlausri stöðu. Frosinn sóknarleikur Eitt af því fáa sem gekk þó mjög vel var markvarslan hjá Viktori Gísla í fyrri hálfleik. Það mætti alveg flokka hann sem mikilvægasta mann liðsins upp á árangur á mótinu að gera, þannig að það var ekki gott að heyra að hann væri veikur daginn fyrir leik. En kannski gerir smá flensa mönnum bara gott því Viktor var sjóðheitur og varði helming skota sem á markið komu fyrri þrjátíu mínúturnar. Íslensku stuðningsmennirnir spiluðu með honum og vörnin var sterk, en sóknarlega var allt í rugli framan af. Þykkir, serbneskir skrokkar gáfu bara ekkert pláss. Elliði Snær Viðarsson var sendur upp í stúku eftir korters leik, með rautt spjald, og var skiljanlega afar ósáttur.VÍSIR/VILHELM Ísland skoraði ekki mark úr uppstilltri sókn fyrr en eftir tæpt korter, og þá hafði líka Elliði Snær fengið að líta rauða spjaldið fyrir klaufalegt kjaftshögg. Virkaði svo sem mjög strangur dómur, séð úr stúkunni, og svo sannarlega högg fyrir íslenska liðið. En þrátt fyrir frostið í sóknarleiknum, sem var svipað og utandyra í München þessa dagana, komst Ísland í 7-4 eftir hraðaupphlaup frá Sigvalda og Bjarka. Allt í góðu. En allt í einu kastaði Ómar Ingi boltanum tvisvar illa frá sér og Serbar jöfnuðu nánast strax. Staðan þó 11-10 í hálfleik. Viktor Gísli Hallgrímsson var stórkostlegur í fyrri hálfleik, en ekki í þeim seinni.VÍSIR/VILHELM Eins og stundum áður náði Viktor Gísli ekki að tengja saman tvo góða hálfleiki. Það var dauft yfir mönnum í upphafi seinni hálfleiks og reyndar líka yfir áhorfendum. Í hnífjöfnum og æsispennandi leik. Frekar skrýtið. Serbar komust yfir. Þeir vissu að þeir yrðu að hlaupa mikið í leiknum og sinntu því samviskusamlega. Gáfu engin óþarfa færi á sér, fyrr en í blálokin. Okkar frábæru sóknarmenn fundu sig ekki og Ómar varð að taka sæti á bekknum snemma í seinni hálfleik, eftir mistök á mistök ofan. Ég bjóst við honum á flugi inn í mótið, svipuðum og á síðasta EM. Ég ætla rétt að vona að húfumútumálið hafi ekki truflað hann, og veit svo sem að svo var ekki. Bjarki Már Elísson sækir boltann og kraft frá íslensku stuðningsmönnunum, sem fjölmennt hafa til München.VÍSIR/VILHELM Viggó Kristjánsson kom inn á og minnti á að Ísland er með góða breidd. Kláraði síðustu tuttugu mínúturnar með sóma. Útlitið var samt dökkt, afar dökkt, eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Serbarnir alltaf á undan. Um tíma virtust þeir geta skorað í hverri einustu sókn og engu skipti þó að Björgvin Páll kæmi í markið. En þetta bjargaðist. Snorri Steinn sendi Einar Ólafsson inn á í lokin til að hrista upp í vörninni. Það virkaði, með hjálp Arons og fleiri. Ísland fékk þó alla vega stig. Ólympíudraumurinn lifir og ef liðið lærir af þessum leik, og býður upp á betri og fjölbreyttari sóknarleik gegn Svartfjallalandi og Ungverjalandi, eru enn margir dagar eftir af spennandi og skemmtilegu móti hjá Íslendingum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Maður sér aldrei handboltadómara með virkilega gott hár Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin, lokatölur 27-27. 12. janúar 2024 19:46 „Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. 12. janúar 2024 19:09 „Mótið er alls ekki búið“ „Veit ekki, frekar skrítinn leikur. Erum að klikka á algjörum grunnatriðum og förum illa með yfirtöluna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik EM karla í handbolta. 12. janúar 2024 18:55 Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Maður sér aldrei handboltadómara með virkilega gott hár Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin, lokatölur 27-27. 12. janúar 2024 19:46
„Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknarlega“ „Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM. 12. janúar 2024 19:09
„Mótið er alls ekki búið“ „Veit ekki, frekar skrítinn leikur. Erum að klikka á algjörum grunnatriðum og förum illa með yfirtöluna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik EM karla í handbolta. 12. janúar 2024 18:55
Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin. 12. janúar 2024 15:30