Ísraelar verja sig fyrir alþjóðadómstólnum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. janúar 2024 22:23 Innan úr dómssalnum í Haag þar sem réttarhöldin fór fram í gær og í dag. AP/Patrick Post Sendinefnd Ísraelsmanna fór í dag með mál sér til varnar í máli sem skotið var til alþjóðadómstólsins í Haag af Suður-Afríku á dögunum. Í umleitaninni sem Suður-Afríka lagði fram saka þeir Ísraela um þjóðarmorð í innrás sinni á Gasa og biðla til dómstólsins að skipa Ísraelum að láta af öllum árásum. Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Samkvæmt BBC er rauður þráður málflutnings Suður-Afríka er langur listi árása Ísraelshers á palestínska borgara sem sögð eru hafa verið án skotmarka hernaðarlegs eðlis og ætlaðar til að eyðileggja innviði Gasa. Írski lögmaðurinn Blinne Ní Ghrálaigh fór með ræðu fyrir hönd Suður-Afríku í gær og varaði þar við útrýmingu heillra kynslóða. Hamasliðar styðji raunverulegt þjóðarmorð Ísraelska sendinefndin sýndi dómnum myndir af 132 Ísraelum sem enn er saknað eftir árás Hamasliða 7. október síðastliðinn og spurði dóminn hver ástæðan væri fyrir því að þau ættu ekki vernd skilið. Tal Becker, lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels og talsmaður Ísraela í málinu, segir að Hamasliðar væru sekir um þjóðarmorð, ef eitthvað er. Tal Becker er lögfræðiráðgjafi utanríkisráðuneytis Ísraels.AP/Patrick Post „Í skjóli þessarar ásökunar á Ísrael um þjóðarmorð er þessi dómstóll beðinn um að stöðva aðgerðir gegn áframhaldandi árásum samtaka sem styðja raunverulegt þjóðarmorð,“ segir hann við dómstólinn í dag. Sendinefnd Ísraela sakaði Suður-Afríku einnig um að hafa stutt við Hamasliða. Níu bráðabirgðaráðstafanir Suður-Afríka hefur höfðað til alþjóðadómstólsins að gefa út níu „bráðabirgðaráðstafanir“ til að vernda gegn frekari, alvarlegum og óafturkræfum skaða á réttindum palestínsku þjóðarinnar.“ Fyrst þessara ráðstafana er að skipa Ísrael að hætta hernaðaraðgerðum undir eins á Gasasvæðinu. Úrskurðir alþjóðadómstólsins eru bindandi en hann hefur ekkert fullnustuvald og þannig er ekki víst að Ísrael komi til með að hlýða skipunum hans ef málið fellur þeim ekki í hag. Mikill fjöldi mótmælenda hafa safnast saman fyrir utan dóminn.AP/Patrick Post
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Suður-Afríka Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira