Búist við snjókomu og brjáluðu veðri þegar Bills taka á móti Steelers Smári Jökull Jónsson skrifar 13. janúar 2024 11:30 Leikmenn Buffalo Bills eru ekki óvanir því að leika í snjókomu. Vísir/Getty Veður gæti sett strik í reikninginn í tveimur leikjum NFL-deildarinnar um helgina. Búið er að senda út viðvörðun til stuðningsmanna vegna ofsaveðurs sem framundan er. Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins. NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Wild Card-helgin í NFL-deildinni er framundan og fer af stað í kvöld með leik Houston Texans og Cleveland Browns. Seinni leikur kvöldsins er leikur Kansas City Chiefs og Miami Dolphins og sólarstrákarnir frá Flórída þurfa að vera viðbúnir öðruvísi loftslagi í Kansas en þeir eru vanir. BREAKING: National Weather Service says all fans at the #Chiefs, #Dolphins game have to Cover all extremities including your head and face. It will be extremely dangerous temperatures, the NWS says. There will be a wind chill of NEGATIVE 30 DEGREES. pic.twitter.com/o8IcfZ5WUS— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Þegar leikurinn fer fram á morgun er búist við nístingskulda og í frétt Athletic um málið er haft eftir veðurfræðingi AccuWeather að búist sé við átta mínusgráðum í Kansas og vindkælingin gæti orðið allt að þrjátíu gráður í mínus. Leikur Chiefs og Dolphins er þó ekki eini leikurinn sem veðrið mun hafa áhrif á. Leikur Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers fer fram í Buffalo annað kvöld og þar er búist við snjókomu og miklu hvassviðri. BREAKING: The current view of the #Bills stadium for their game vs. the #Steelers.The team is now asking FANS to sign up and help clear it out pic.twitter.com/LRsPuTtw5B— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Snjókoman í Buffalo gæti gert áhorfendum erfitt fyrir að komast á Highmark-leikvanginn til að sjá leikinn en í gær biðlaði félagið til stuðningsmanna að mæta á svæðið og hjálpa til við að moka snjó af vellinum. Félagið var tilbúið að greiða hverjum sem kæmi 20 dollara á klukkutímann fyrir snjómoksturinn. Samkvæmt spám gætu hviður í New York-ríki farið í allt að 30 metra á sekúndu en NFL-deildin er ekki beint þekkt fyrir að fresta leikjum þrátt fyrir válynd veður. Ríkisstjóri New York hefur lýst yfir neyðarástandi í Vesturhluta ríkisins. BREAKING: Governor Kathy Hochul declared a State of Emergency for Western New York, there will be WHITEOUT during the #Steelers, #Bills game. 65 MPH winds, frigid wind chills and blowing lake-effect snow, and blizzard conditions are expected, along with a FOOT of snow (ABC) pic.twitter.com/DzwAKa08m7— MLFootball (@_MLFootball) January 12, 2024 Leikur Houston Texans og Cleveland Browns verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 kukkan 21:30 í kvöld og klukkan 01:00 hefst útsending frá leik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins.
NFL Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira