Ekki hægt að réttlæta áframhaldandi leit Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 12:10 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir Ekki var hægt að réttlæta áframhaldandi leit að manni sem féll niður um sprungu í Grindavík í gær vegna lífshættulegra aðstæðna við björgun, að sögn lögreglustjóra. Svipað hættulegar sprungur finnist víða í Grindavík. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur gert hlé á tjónamati í bænum. Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar. Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í gær var leit að manni sem féll ofan í sprungu við Vesturhóp í Grindavík hætt. Leit hafði staðið yfir í tvo og hálfan sólarhring en maðurinn fannst ekki. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið hægt að tryggja öryggi leitarmanna í sprungunni. „Þarna deyr maður, þá er hrun inni í sprungunni. Það gefur okkur ákveðnar vísbendingar um þær hættur sem eru til staðar. Þessi ákvörðun er að mínu mati rétt. Ekki hægt að gera þetta undir þessum kringumstæðum, því miður,“ segir Úlfar. Ekki er búið að ræða hvað verður gert við sprunguna og húsið við hana. Lífshættulegar sprungur Sprungan er um það bil fjörutíu metra djúp og segir Úlfar málið sýna hversu hættulegar sprungurnar í bænum eru. „Eins og margoft hefur komið fram, þá hef ég ráðlagt fólki að vera ekki í bænum. Það eru sprungur þarna víða, þær eru viðsjárverðar. Þær eru að rífa sig upp. Við sjáum það í þessum aðgerðum, þessum hörmulega atburði, hvað þessar sprungur eru djúpar. Hvað þær eru lífshættulegar. Þetta er auðvitað viðvarandi hætta í bænum eins og staðan er í dag,“ segir Úlfar. Hvers vegna ekki loka bænum? „Það hefur verið með þessa meðalhófsreglu að þeir sem dvelja og starfa í bænum hingað til, þetta er ekki fjölmennur hópur. Allir meðvitaðir um þær hættur sem eru til staðar. Fjölskyldufólk hefur haldið sér að mestu leyti frá bænum. Það eru fáir í bænum,“ segir Úlfar. Getur haldið áfram hrynja úr sprungum Náttúruhamfaratrygging er hætt að meta hús í bænum vegna þeirrar hættu sem er þar. Úlfar segir geta hrunið úr fleiri sprungum eins og gerðist þar sem slysið varð. „Það er held ég tilhneiging að það hrynji í þessum sprungum. Við erum í raun og veru að glíma við aðstæður sem eru svo til óþekktar í þéttbýli hér á landi. Þannig að í raun og veru getur allt gerst,“ segir Úlfar.
Grindavík Féll í sprungu í Grindavík Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira