Tröllaskagi er „skíðahöfuðborg“ Íslands Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. janúar 2024 20:31 Ólöf Ýrr Atladóttir, annar eigandi ferðafyrirtækisins Sóti Summits á Siglufirði. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fyrrverandi ferðamálastjóri gerir það gott í ferðaþjónustu þegar skíði eru annars vegar í Fljótum á Tröllaskaga en þar er hægt að fara á gönguskíði, alpaskíði eða fjallaskíði. Vinsældir skíðaferða á svæðið hafa slegið í gegn enda talað um Tröllaskaga, sem „Skíðahöfuðborg“ Íslands. Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hver hefur ekki gaman af því að fara á skíði nú yfir háveturinn, sem hluti af skemmtilegri útivist, hreyfingu og góðri andlegri líðan, svo ekki sé minnst á góðan félagsskap. Ólöf Ýrr Atladóttir, fyrrverandi ferðamálastjóri og Arnar Þór Árnason, maður hennar eru með ferðafyrirtækið Sóti Summits þar sem þau bjóða meðal annars upp á fjölbreyttar og vinsælar skíðaferðir og í kringum starfsemina eru þau með sveitahótel í Sólgörðum í Fljótum, sem var áður skólahús og kallast í dag Sóti Lodge en sjálf ferðaskrifstofan þeirra er á Siglufirði. „Hér á Siglufirði bjóðum við upp á dagsferðir á sumrin og svo erum við með skíðaferðir af hverskyns tagi, gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir á veturna og erum þá með fólkið okkar á hótelinu í Fljótum,“ segir Ólöf. MikiL aðsókn er í fjölbreyttar skíðaferðir, sem Sóti Summits býður upp á.Aðsend Ólöf segir að Siglufjörður og svæðið þar í kring sé vagga íslenskra skíðamennsku. „Þetta er mjög skemmtilegt, þetta er mikil vinna en mjög skemmtileg því það er alltaf gaman að búa til minningar með fólki, sem að gleðja það.Tröllaskagi hefur upp á gríðarlega margt að bjóða, sérstaklega fyrir fólk, sem þyrstir í að stunda útivist. Vera í gönguferðum, hjólaferðum, skíðaferðum og já, þetta er vaxandi svæði og á mikið inni í þeim efnum,“ bætir Ólöf við. Og Ólöf segir að nú sé allt á fullu í kringum skíðin, Íslendingar séu til dæmis mjög duglegir að koma á gönguskíði og þá séu erlendir ferðahópar líka að koma til landsins til að fara á skíði. „Hér er náttúrulega eitt besta skíðasvæði landsins í Skarðsdal og svo er Tröllaskagi náttúrulega orðin gósen land þeirra, sem vilja stunda fjallaskíði.“ En hvernig líst fyrrverandi ferðamálastjóra á stöðu íslenskrar ferðaþjónustu nú þegar reiknað er með 2,4 milljónum ferðamanna til landsins í ár. „En ég held að Ísland sem heild sé ekki uppselt eins og sagt er heldur held ég að það sé enn þá verk í vinnslu og ég held að áfram með vaxandi ferðaáhuga mannkyns, sem virðist vera það sem 20. öldin hefur einkum einkennst af út um allan heim, þá verðum við að takast á við þá hluti því fólk mun vilja ferðast og ekki síst til Íslands,“ segir Ólöf Ýrr. Sveitahótel hjónanna í Sólgörðum í Fljótum er glæsilegt í alla staði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Skíðasvæði Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira