Leik Bills og Steelers frestað vegna kulda Siggeir Ævarsson skrifar 13. janúar 2024 20:54 Svona leit völlurinn hjá Buffalo Bills út fyrr í dag Skjáskot Twitter NFL deildin hefur gefið út yfirlýsingu og frestað leik Buffalo Bills og Pittsburg Steelers en mikill snjóþungi er nú á svæðinu og völlurinn á kafi í snjó. Leikjum er ekki frestað á hverjum degi í NFL deildinni og oftar en ekki hafa liðin leikið í snjó eða miklum kulda. Ákvörðunin um að fresta leiknum til mánudags er tekin með öryggi almennings í huga og í samráði við ríkisstjóra New York fylkis. Ekki er talið öruggt fyrir áhorfendur að ferðast á leikvanginn og hefur Kathy Hochul, ríkisstjóri, lýst yfir neyðarástandi í vestur New York. Due to public safety concerns in light of the ongoing weather emergency in western New York, Sunday's Steelers-Bills game has been rescheduled to Monday at 4:30 p.m. ET and will be televised by CBS. The decision to move the game to Monday was made in consultation with New York — NFL (@NFL) January 13, 2024 Mikið hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og er heimavöllur Bills á kafi í snjó. Búist er við enn meiri snjókomu og jafnfallinn snjór verði um 30 cm. Stjórn félagsins sendi út neyðarkall til stuðningsmanna í gær og bauð hverjum þeim sem myndi mæta til að moka snjó af vellinum 20 dollara á tímann og fríar veitingar. Sú hugmynd dugði greinilega ekki til og hefur leiknum nú verið frestað. Leikur Chiefs og Dolphins er enn á dagskrá þegar þetta er skrifað, en reiknað er með að vindkæling á vellinum verður um -30° miðað við núverandi veðurspá. NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira
Leikjum er ekki frestað á hverjum degi í NFL deildinni og oftar en ekki hafa liðin leikið í snjó eða miklum kulda. Ákvörðunin um að fresta leiknum til mánudags er tekin með öryggi almennings í huga og í samráði við ríkisstjóra New York fylkis. Ekki er talið öruggt fyrir áhorfendur að ferðast á leikvanginn og hefur Kathy Hochul, ríkisstjóri, lýst yfir neyðarástandi í vestur New York. Due to public safety concerns in light of the ongoing weather emergency in western New York, Sunday's Steelers-Bills game has been rescheduled to Monday at 4:30 p.m. ET and will be televised by CBS. The decision to move the game to Monday was made in consultation with New York — NFL (@NFL) January 13, 2024 Mikið hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og er heimavöllur Bills á kafi í snjó. Búist er við enn meiri snjókomu og jafnfallinn snjór verði um 30 cm. Stjórn félagsins sendi út neyðarkall til stuðningsmanna í gær og bauð hverjum þeim sem myndi mæta til að moka snjó af vellinum 20 dollara á tímann og fríar veitingar. Sú hugmynd dugði greinilega ekki til og hefur leiknum nú verið frestað. Leikur Chiefs og Dolphins er enn á dagskrá þegar þetta er skrifað, en reiknað er með að vindkæling á vellinum verður um -30° miðað við núverandi veðurspá.
NFL Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Sjá meira