Leikjum er ekki frestað á hverjum degi í NFL deildinni og oftar en ekki hafa liðin leikið í snjó eða miklum kulda. Ákvörðunin um að fresta leiknum til mánudags er tekin með öryggi almennings í huga og í samráði við ríkisstjóra New York fylkis. Ekki er talið öruggt fyrir áhorfendur að ferðast á leikvanginn og hefur Kathy Hochul, ríkisstjóri, lýst yfir neyðarástandi í vestur New York.
Due to public safety concerns in light of the ongoing weather emergency in western New York, Sunday's Steelers-Bills game has been rescheduled to Monday at 4:30 p.m. ET and will be televised by CBS.
— NFL (@NFL) January 13, 2024
The decision to move the game to Monday was made in consultation with New York
Mikið hefur snjóað á svæðinu síðustu daga og er heimavöllur Bills á kafi í snjó. Búist er við enn meiri snjókomu og jafnfallinn snjór verði um 30 cm. Stjórn félagsins sendi út neyðarkall til stuðningsmanna í gær og bauð hverjum þeim sem myndi mæta til að moka snjó af vellinum 20 dollara á tímann og fríar veitingar.
Sú hugmynd dugði greinilega ekki til og hefur leiknum nú verið frestað. Leikur Chiefs og Dolphins er enn á dagskrá þegar þetta er skrifað, en reiknað er með að vindkæling á vellinum verður um -30° miðað við núverandi veðurspá.