Mahomes örugglega áfram og hinn ungi C.J. Stroud sló met Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2024 10:30 C.J. Stroud fagnar hér eftir sigur Houston Texans á Cleveland Brons. Stroud varð í nótt yngsti leikstjórnandinn í sögu NFL til að vinna leik í úrslitakeppni. Vísir/Getty Houston Texans og Kansas City Chiefs tryggðu sér örugglega sæti í næstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar með sigrum í nótt. C.J. Stroud er nú yngsti leikstjórnandinn til að vinna leik í úrslitakeppni. Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Houston Texans og Cleveland Browns. Sóknarleikur beggja liða gekk vel í upphafi og voru bæði lið búin að skora tvö snertimörk áður en annar leikhluti var hálfnaður. C.J. Stroud var að spila mjög vel fyrir Texans en þessi nýliði hefur átt frábært tímabil í leikstjórnendastöðu liðsins. Staðan í hálfleik var 24-14 fyrir heimamenn sem voru með yfirhöndina. CJ Stroud has 259 yards and 2 TDs in the first half pic.twitter.com/1I40y0xuL5— Mr. Ohio (@MrOH1O) November 19, 2023 Heimamenn gengu svo frá leiknum í þriðja leikhluta. Þeir bættu við tveimur snertimörkum og staðan orðin 38-14 Texans í vil. Þeir bættu við í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum 45-14 sigur, heldur betur yfirlýsing frá C.J. Stroud og félögum sem fara áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2019. Með sigrinum varð C.J. Stroud yngsti leikstjórnandinn til að vinna leik í úrslitakeppni og það gerði hann með stæl. Houston is ready to celebrate. #CLEvsHOU pic.twitter.com/oYLQIUd49E— NFL (@NFL) January 14, 2024 Síðari leikur kvöldsins fór fram í fimbulkulda í Kansas. Miami Dolphins var þar í heimsókn hjá Kansas City Chiefs en samkvæmt forráðamönnum NFL var um að ræða fjórða kaldasta leik í sögu deildarinnar. Átján stiga frost var þegar leikurinn fór fram. Lið Chiefs byrjaði vel og strax í fyrstu sókn kastaði Patrick Mahomes til Rashee Rice sem hljóp með boltann inn í endamarkið af stuttu færi. Frábær fyrsta sókn og stuðningsmenn Chiefs á Arrowhead vellinum kættust mjög. Opening drive touchdown for Rashee Rice and the Chiefs!#MIAvsKC on PeacockAlso available on #NFLPlus https://t.co/bTakd7vjlv pic.twitter.com/VwS7YRk2Yg— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins gekk illa að fóta sig á svellinu í byrjun og átti Tua Tagovailoa meðal annars sendingu undir lok fyrsta leikhluta sem rataði beint í hendur varnarmanns Chiefs. Dolphins óx hins vegar ásmegin og jafnaði metin strax í upphafi annars leikhluta. Tagovailoa átti þá langa sendingu sem náði alla leið á Tyreek Hill. Hill gerði frábærlega í að losa sig við varnarmenn Chiefs og hljóp í endamarkið. Chiefs fékk tækifæri til að skora annað snertimark en fékk dæmt á sig víti eftir að Rice hafði hlaupið í endamarkið í annað sinn. Þeir þurftu að sætta sig við vallarmark og staðan orðin 13-7. Sparkarinn Harrison Butker bætti við öðru vallarmarki undir lok annars leikhluta og staðan 16-7. Donna Kelce and friends vibing pic.twitter.com/BTSqhePWC0— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins voru í vandræðum sóknarlega í fyrri hálfleiknum og það lagaðist ekki í þeim síðari. Chiefs vörnin malaði sókn gestanna hægt og hægt sem náði ekki að bæta við fleiri stigum. Lið Chiefs sigldi sigrinum hægt og rólega í höfn og vann að lokum 27-7 og er því komið áfram í næstu umferð og stuðningsmenn Chiefs með Taylor Swift í broddi fylkingar fögnuðu vel. Þar sem leik Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers var frestað til mánudags fara aðeins tveir leikir fram í kvöld. Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers klukkan 21:30 tekur lið Detroit Lions á móti LA Rams. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Fyrri leikur kvöldsins var viðureign Houston Texans og Cleveland Browns. Sóknarleikur beggja liða gekk vel í upphafi og voru bæði lið búin að skora tvö snertimörk áður en annar leikhluti var hálfnaður. C.J. Stroud var að spila mjög vel fyrir Texans en þessi nýliði hefur átt frábært tímabil í leikstjórnendastöðu liðsins. Staðan í hálfleik var 24-14 fyrir heimamenn sem voru með yfirhöndina. CJ Stroud has 259 yards and 2 TDs in the first half pic.twitter.com/1I40y0xuL5— Mr. Ohio (@MrOH1O) November 19, 2023 Heimamenn gengu svo frá leiknum í þriðja leikhluta. Þeir bættu við tveimur snertimörkum og staðan orðin 38-14 Texans í vil. Þeir bættu við í fjórða leikhlutanum og unnu að lokum 45-14 sigur, heldur betur yfirlýsing frá C.J. Stroud og félögum sem fara áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar í fyrsta sinn síðan árið 2019. Með sigrinum varð C.J. Stroud yngsti leikstjórnandinn til að vinna leik í úrslitakeppni og það gerði hann með stæl. Houston is ready to celebrate. #CLEvsHOU pic.twitter.com/oYLQIUd49E— NFL (@NFL) January 14, 2024 Síðari leikur kvöldsins fór fram í fimbulkulda í Kansas. Miami Dolphins var þar í heimsókn hjá Kansas City Chiefs en samkvæmt forráðamönnum NFL var um að ræða fjórða kaldasta leik í sögu deildarinnar. Átján stiga frost var þegar leikurinn fór fram. Lið Chiefs byrjaði vel og strax í fyrstu sókn kastaði Patrick Mahomes til Rashee Rice sem hljóp með boltann inn í endamarkið af stuttu færi. Frábær fyrsta sókn og stuðningsmenn Chiefs á Arrowhead vellinum kættust mjög. Opening drive touchdown for Rashee Rice and the Chiefs!#MIAvsKC on PeacockAlso available on #NFLPlus https://t.co/bTakd7vjlv pic.twitter.com/VwS7YRk2Yg— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins gekk illa að fóta sig á svellinu í byrjun og átti Tua Tagovailoa meðal annars sendingu undir lok fyrsta leikhluta sem rataði beint í hendur varnarmanns Chiefs. Dolphins óx hins vegar ásmegin og jafnaði metin strax í upphafi annars leikhluta. Tagovailoa átti þá langa sendingu sem náði alla leið á Tyreek Hill. Hill gerði frábærlega í að losa sig við varnarmenn Chiefs og hljóp í endamarkið. Chiefs fékk tækifæri til að skora annað snertimark en fékk dæmt á sig víti eftir að Rice hafði hlaupið í endamarkið í annað sinn. Þeir þurftu að sætta sig við vallarmark og staðan orðin 13-7. Sparkarinn Harrison Butker bætti við öðru vallarmarki undir lok annars leikhluta og staðan 16-7. Donna Kelce and friends vibing pic.twitter.com/BTSqhePWC0— NFL (@NFL) January 14, 2024 Dolphins voru í vandræðum sóknarlega í fyrri hálfleiknum og það lagaðist ekki í þeim síðari. Chiefs vörnin malaði sókn gestanna hægt og hægt sem náði ekki að bæta við fleiri stigum. Lið Chiefs sigldi sigrinum hægt og rólega í höfn og vann að lokum 27-7 og er því komið áfram í næstu umferð og stuðningsmenn Chiefs með Taylor Swift í broddi fylkingar fögnuðu vel. Þar sem leik Buffalo Bills og Pittsburgh Steelers var frestað til mánudags fara aðeins tveir leikir fram í kvöld. Dallas Cowboys tekur á móti Green Bay Packers klukkan 21:30 tekur lið Detroit Lions á móti LA Rams. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira