Yfirvararskeggið fraus á þjálfara Chiefs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2024 07:01 Andy Reid kallar á sína menn í Kansas City Chiefs í kuldanum um helgina. Getty/David Eulitt Kansas City Chiefs komst áfram i undanúrslit Ameríkudeildarinnar með 26-7 sigri á Miami Dolphins þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað um helgina. Leikurinn fór fram við afar krefjandi aðstæður enda var mjög kalt í Kansas City. Þetta var fjórði kaldasti leikurinn í sögu NFL-deildarinnar því það var allt að 27 stiga frost á meðan leiknum stóð. Kuldinn er aldrei ástæða til að fresta leik í NFL-deildinni og því þurftu leikmenn að harka af sér og spila leikinn í svo miklu frosti. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Leikmenn Chiefs eru kannski aðeins vanari þessum aðstæðum en strákarnir frá Flórída þar sem svona kuldi þekkist ekki. Höfðingjarnir unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 16-7 yfir í hálfleik og unnið seinni hálfleikinn síðan 10-0. Ein af eftirminnilegustu myndum frá leiknum var sú af Andy Reid, þjálfara Kansas City Chiefs. Reid er einn reyndasti og sigursælasti þjálfarinn í NFL-deildinni og hefur séð ýmislegt á löngum ferli. Það er hins vega ekki vitað hvort að yfirvaraskeggið hans hafi frosið áður. Eins og sjá má hjá fyrir neðan þá fraus nefnilega yfirvararskeggið á þjálfara Chiefs á meðan leiknum stóð. Önnur lið sem komust áfram voru Houston Texans, Green Bay Packers og Detroit Lions. Lions vann 24-23 sigur á Los Angeles Rams en Packers liðið fór illa með Dallas á þeirra eigin heimavelli. Green Bay komst í 27-0 og vann leikinn 48-32. Houston vann Cleveland Browns mjög örugglega 45-14. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Leikurinn fór fram við afar krefjandi aðstæður enda var mjög kalt í Kansas City. Þetta var fjórði kaldasti leikurinn í sögu NFL-deildarinnar því það var allt að 27 stiga frost á meðan leiknum stóð. Kuldinn er aldrei ástæða til að fresta leik í NFL-deildinni og því þurftu leikmenn að harka af sér og spila leikinn í svo miklu frosti. View this post on Instagram A post shared by Sports Blog Nation (@sbnation) Leikmenn Chiefs eru kannski aðeins vanari þessum aðstæðum en strákarnir frá Flórída þar sem svona kuldi þekkist ekki. Höfðingjarnir unnu öruggan sigur eftir að hafa verið 16-7 yfir í hálfleik og unnið seinni hálfleikinn síðan 10-0. Ein af eftirminnilegustu myndum frá leiknum var sú af Andy Reid, þjálfara Kansas City Chiefs. Reid er einn reyndasti og sigursælasti þjálfarinn í NFL-deildinni og hefur séð ýmislegt á löngum ferli. Það er hins vega ekki vitað hvort að yfirvaraskeggið hans hafi frosið áður. Eins og sjá má hjá fyrir neðan þá fraus nefnilega yfirvararskeggið á þjálfara Chiefs á meðan leiknum stóð. Önnur lið sem komust áfram voru Houston Texans, Green Bay Packers og Detroit Lions. Lions vann 24-23 sigur á Los Angeles Rams en Packers liðið fór illa með Dallas á þeirra eigin heimavelli. Green Bay komst í 27-0 og vann leikinn 48-32. Houston vann Cleveland Browns mjög örugglega 45-14. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira