Niðurskurðarhnífnum beitt á sundlaugarnar í Reykjavík Helga Þórðardóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifa 15. janúar 2024 11:30 Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Sundlaugar Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Kópavogur Flokkur fólksins Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök. Í raun má segja að sundlaugar séu athyglisverðustu almannarýmin í landinu því þarna kemur saman fjöldi fólks, á öllum aldri sem ekki tengjast endilega neinum öðrum böndum en að njóta þess að synda og slaka á í pottunum. Ætla má að ekkert áhugamál eða tómstundagaman sé jafn útbreitt á Íslandi og að fara í sund. Fáar íþróttir eru jafn almennar og mikil heilsubót og sundíþróttin er. Opnunartími skertur yfir stórhátíðir Yfir jólahátíðina hefur opnunartími átta sundlauga Reykjavíkur verið styttur um 162 klukkustundir frá árinu 2021 eða úr 275 klukkustundum í 113 klukkustundir. Skerðing opnunartíma yfir nýafstaðna jólahátíð vakti reiði og pirring hjá fjölda sundlaugargesta og hefur Flokkur fólksins í borgarstjórn mótmælt skerðingunum harðlega m.a. á fundi borgarstjórnar 9. janúar sl. Skerðingar á opnunartíma sundlauganna er ekki eina skerðingin á þjónustu sem riðið hefur yfir borgarbúa. Búið er að skerða þjónustu leikskóla og nýlegar fréttir eru af væntanlegum skerðingum á opnunartíma Borgarbókasafnsins. Skerðingar á þjónustu í Reykjavík hafa ekki verið svo víðtækar lengi. Spurning um lýðheilsu Sundlaugarnar gegna fjölbreyttu hlutverki í okkar samfélagi. Sund er ekki aðeins holl hreyfing heldur er sú slökun sem fæst í sundi mörgum ómetanleg. Sund og sundferðir er stór hluti af lýðheilsu og einnig ríkur félagslegur þáttur í lífi fjölda fólks. Auk hreyfingar nýtur fólk samverustundar í laugunum hvort sem er með vinum, fjölskyldu eða bara sundkunningjum. Í heitu pottunum er mikið skrafað og rökrætt. Þannig getur sundferð þar sem fólk nýtur samverunnar undir berum himni dregið úr leiða, einmanaleika og félagslegri einangrun. Einmanaleiki hefur aukist í nútíma borgarsamfélögum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Í þéttsetnum heitum pottum sundlauganna eru allir jafnir. Þar er ekki farið í manngreinarálit. Í heitu pottunum gefst tækifæri til að tala við bláókunnugt fólk, jafnvel fólk frá ólíkum heimsálfum ef því er að skipta. Sundlaugar eru því fyrir fjölmarga mikið meira en bara staður til að synda. Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að baðaðstöðu þar sem það býr eða dvelur gegna sundlaugarnar með sínar frábæru baðaðstöðu einnig mikilvægu hlutverki. Krónunni kastað fyrir aurinn Sá sparnaður sem fæst við að skerða opnunartíma sundlauga eru smáaurar í stóra samhenginu ef horft er til hversu sundlaugar gera mikið fyrir fólk. Þrátt fyrir aðþrengdan borgarsjóð er víða í borgarkerfinu að finna eyðslu og bruðl. Í pólitíkinni hefur oft verið talað um gæluverkefni meirihlutans í borgarstjórn sem lagt hefur ofuráherslu á ýmis fjárfrek verkefni sem ekki eru endilega brýn. Þegar kemur að almannahag, og þjónustu við borgarbúa finnst meirihlutanum í lagi að beita niðurskurðarhnífnum á mikilvæga þjónustu í stað þess að leita annarra leiða. Hagræðingar er þörf, um það er ekki deilt. Flokkur fólksins vill að farið sé vel með almannafé. Til að hagræða og spara er hægt að endurskipuleggja og sameina verkefni, draga úr yfirbyggingu og setja á frest verkefni sem mega bíða. Svekktir Reykvíkingar minnast gjarnan á “braggamálið” sem fór langt fram úr áætlunum.Flokkur fólksins hvetur borgaryfirvöld til að draga fyrirhugaðar skerðingar á mikilvægri þjónustu til baka og hætta við þær sem ákveðnar hafa verið. Hér er verið að spara aurinn en kasta krónunni. Helga Þórðardóttir varaborgarfulltrúi Flokks fólksinsKolbrún Áslaugar Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar