Íslensku stelpurnar unnu fjóra af fimm leikjum sínum á mótinu eða alla leikina nema þann á móti gullliði Nýja-Sjálands.
Íslenska liðið endaði á því að vinna 24-0 sigur á Suður-Afríku en hafði áður unnið Belgíu, Mexíkó og heimakonur í Búlgaríu.
Kolbrún Björnsdóttir, Amanda Bjarnadóttir, Kristína Davíðsdóttir, Heiðrún Rúnarsdóttir og Eyrún Garðarsdóttir skoruðu allar þrennu í sigrinum á Suður-Afriku. Sólrún Assa Arnardóttir átti einnig fjórar stoðsendingar í leiknum.
Íslenska liðið skoraði alls 33 mörk í þessum fimm leikjum.
Sólrún Assa var atkvæðamest í íslenska liðinu á mótinu með þrjú mörk og sex stoðsendingar en Friðrika Magnúsdóttir var með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar.
Á síðu Íshokkísambandsins kemur fram að þessi árangur íslenska liðsins sé umfram væntingar.