Til Grindvíkinga Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:00 Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Geðheilbrigði Fjölmiðlar Heilbrigðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun