Til Grindvíkinga Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 14:00 Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Geðheilbrigði Fjölmiðlar Heilbrigðismál Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla. Mismunandi viðbrögð eru því algjörlega eðlileg en geta valdið sárindum og átökum, til dæmis milli sambýlisfólks, í fjölskyldum og hópum. Eins getum við hvert og eitt rokkað á milli þessar viðbragða svo sýnum okkur sjálfum og öðrum umburðarlyndi og virðingu eins og okkur er framast unnt. -Fight/berjast: pirringur, neikvæðni, reiði, bíta frá sér, getur verið skemmandi og valdið flækjum og leiðindum í samskiptum við aðra. Líka komið út sem þörf fyrir að vinna stanslaust, grafa sig í vinnu og verkefnum. Það getur hjálpað um tíma en veldur þroti ef það stendur of lengi og of mikil þreyta er hættuleg sérstaklega þeim sem hafa orðið fyrir áfalli. Eins getur það valdið fjarveru frá fjölskyldu á erfiðum tímum sem getur skapað sársauka. -Flight/flótti: óviðræðuhæfni, loka á samræður og vangaveltur, hunsa, strunsa, rjúka burt, láta ekki sjá sig, rörsýn, hefting, getur lokað leiðum og valdið höfnum á samskiptum og dregur úr líkum á að þiggja hjálp. -Freeze/frjósa: dofi, stinga hausnum í sandinn, úrræðaleysi, framtaksleysi, geta ekki tekið ákvarðanir. Getur valdið tapi á tækifærum. -Tend and befriend/huga að og sinna: MIKILVÆGT ÚRRÆÐI. Þörf fyrir að hlúa að sér og öðrum, hjálpast að, líta til með hvert öðru. Gæta þarf sín verulega á því að hlúa ekki bara að öðrum, ekki heldur þó það sé fjölskylda þín, og vanrækja sjálfan sig settu súrefnisgrímuna fyrst á þig. Í kjölfarið má búast við margskonar vanlíðan bæði sálrænni, hugrænni, líkamlegri og félagslegri. Svo sem depurð, sinnuleysi, tómleika, áhugaleysi, gráma, dofa, eirðarleysi, einbeitingarerfiðleikum, vöðvaspennu, höfuðverk, meltingarvanda og svefnvanda. SKAÐAMINNKUN: -Gættu þín sérstaklega þegar þér líður verst. Fólki sem líður illa er hættar við slysum og mistökum, rannsóknir sýna það. Passaðu þig, ekki bakka á, skera þig, skella hurð á hendina á þeir, gleyma símanum í körfunni í búðinni. Taktu dögunum bara rólega og gættu þín og forðastu að gera þig ofurþreyttan, vaka lengi, borða ekki. Það bætir gráu ofan á svart að slasa sig eða skemma eitthvað af því þú ert svo dofin, leiður eða sinnulaus. -Það er aukin hætta á að fólki lendi saman og erfiðleikar verði í samböndum og fjölskyldum í kjölfar lífsbreytandi áfalla. Einmitt þegar við þurfum að hlúa hvort að öðru og sinna hvort öðru, við erum bara mannleg. Upplifum okkar og líðan er mismunandi og upp kemur tilfinning um að við skiljum bara ekki hvort annað, eða séum svo sitt á hvorri blaðsíðunni að það sé óþolandi. Höfum þetta í huga og sýnum seiglu og umburðarlyndi. -Forðumst drama og átök í samskiptum, ef þú ert ekki í jafnvægi er meiri hætta á misskilningi og ósamkomulagi, jafnvel við fólki sem þú elskar mest, það svíður. Passaðu þig, farðu frekar í sturtu eða gönguferð. Gætum þess líka að ræða ekki erfið mál þegar okkar eigin rökhugsun er orðin þreytt og draminn getur tekið völd. Engin erfið samtöl eftir kvöldmat! -Takmarkaðu fréttamötun og taktu þér raunveruleikahvíld frá vandanum við og við yfir sólarhringinn. Já, slepptu alveg að fylgjast með í x klukkutíma! Það er til dæmis kjörið að fara í sundlaug og vera þar í heitu pottunum og köldu að eigin valdi í klukkustund. Eins að horfa á bíómynd án símans og klára hana án þess að fletta. Fara út í göngu og líta ekki á símann. Efna til samveru við fólk sem þér þykir vænt um þar sem ákveðið er fyrir fram að ræða ekkert varðandi framtíðina, stöðuna eða hamfarirnar. Biðja vini og ættingja að bjóða þér ykkur, í mat, bíltúr, bíó á tónleika. -Athugaðu að einmitt þrátt fyrir allt er skylda þín að setja á dagskrá við og við ánægjulegar, nærandi athafnir og upplifanir. Þegar við lendum í alvarlegum stórum viðburðum sem draga líðan okkar niður er mjög nauðsynlegt að hafa sig í, já líka þó þig langi ekki, að gera það sem dregur líðan upp. Það getur virkilega skilið á milli hvernig líðan þín og þinna verður á næstunni og hvernig þið komið út úr erfiðleikunum. -Forðastu eins og heitan eldinn að hugga þig eða deyfa með skaðráðum eins og áfengi eða efnum enn nú er samt tíminn til að upplifa eitthvað gott, góðan mat eða tónlist til dæmis. Höfundur er sálfræðingur hjá Huglind og íbúi í Norðurhópi í Grindavík.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar