Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 08:01 Elliði Snær Viðarsson og Aron Pálmarsson eiga ungabörn heima en eru með fulla einbeitingu á stórleikinn við Ungverja í kvöld. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01