Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 08:01 Elliði Snær Viðarsson og Aron Pálmarsson eiga ungabörn heima en eru með fulla einbeitingu á stórleikinn við Ungverja í kvöld. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sjá meira
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti