Nýorðnir pabbar á EM: „Auðvitað vildi maður knúsa hann af og til“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 08:01 Elliði Snær Viðarsson og Aron Pálmarsson eiga ungabörn heima en eru með fulla einbeitingu á stórleikinn við Ungverja í kvöld. VÍSIR/VILHELM Elliði Snær Viðarsson varð pabbi í fyrsta sinn í byrjun síðasta mánaðar, og Aron Pálmarsson í annað sinn nokkrum dögum áður. Landsliðsmennirnir ræddu um hvernig væri að vera pabbi ungabarns á stórmóti, fyrir æfingu á EM í handbolta í München. Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Ungabörnin eru á meðal örfárra Íslendinga sem ekki eru meðvitaðir um stórleikinn við Ungverja í kvöld, sigurinn sæta á Svartfellingum í fyrrakvöld eða jafnteflið við Serba í fyrsta leik mótsins. En hvernig er að þurfa að hverfa svona lengi frá, nýorðinn pabbi? „Þetta er fyrsta barn hjá mér og ég er örugglega búinn að vera meira frá því en með því. Það er öðruvísi tilfinning en maður var búinn að undirbúa sig undir þetta alla meðgönguna, að maður yrði mikið frá. Það er partur af þessu,“ sagði Elliði en dóttir hans og Sóldísar Evu Gylfadóttur kom í heiminn þann 5. desember. Dóttirin var mætt nógu snemma í heiminn til þess að aldrei væri vafi í huga Elliða um að fara á EM. „Nei, það var aldrei spurning,“ sagði Elliði og Aron tók í sama streng, en þau Rita Stevens eignuðust son 25. nóvember. „Þetta er bara okkar líf. Í janúarmánuði þá erum við í burtu, hvort sem við erum með nýfætt barn eða ekki,“ sagði Aron. „Maður lætur þetta ekkert á sig fá. Auðvitað væri maður til í að knúsa hann af og til, og allt það, en þetta er ekkert sem að truflar.“ Klippa: Aron og Elliði með ungabörn heima En eru þeir þá ef til vill meira í símanum en liðsfélagarnir, hringjandi myndsímtöl heim? „Það er mismikill tími á daginn til að vera í símanum en það er líka oftast mjög lítið að frétta, þannig að símtölin eru ekkert rosalega skemmtileg,“ sagði Elliði léttur og Aron tók undir: „Já, þú ert ekkert í brjáluðum samræðum við einn sjö vikna. Þú tekur gúgú gaga í nokkrar mínútur og svo er það bara klárt. En við höfum náttúrulega mikinn tíma og það er þægilegt að hafa Facetime og svona. Maður nýtir tímann vel í það.“ Aron flutti heim til Íslands síðasta sumar, meðal annars til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni, en segir handboltamenn ekki geta kvartað þó að atvinnumannslífið hafi haft sín áhrif á tímann með krökkunum: „Það eru alveg fleiri vinnur þar sem fólk er mikið í burtu. Við veljum okkur þetta og langar að gera þetta. Þá geturðu bara sleppt því að vera í þessu, ef þetta á að hafa einhver brjáluð áhrif. Maður er bara orðinn vanur þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01 Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. 15. janúar 2024 22:01