Atlanta Falcons liðið rak þjálfara sinn eftir tímabilið og er því að leita sér að nýjum þjálfara.
Fyrsta viðtal Belichick í leit að nýju starfi var við forráðamenn Atlanta Falcons en félagið sagði frá þessu í gær.
We have interviewed Bill Belichick for our head coach opening
— Atlanta Falcons (@AtlantaFalcons) January 16, 2024
Belichick er orðinn 71 árs gamall en hann gerði Patriots sex sinnum að NFL-meisturum sem er met.
Einn af þessum sigrum kom einmitt í úrslitaleik á móti Atlanta Falcons þar sem New England liðið lenti 28-3 undir en kom til baka og vann 34-28 í framlengingu.
Arthur Smith þjálfaði Falcons liðið á síðustu leiktíð en þurfti að taka pokann sinn nokkrum klukkutímum eftir síðasta leik. Hann þótti ekki nýta hæfileikaríka leikmenn sinn rétt. Atlanta liðið er spennandi kostur fyrir hæfan þjálfara og því þarf það ekki að koma á óvart að Belichick væri tilbúinn í viðtal.
Arthur Blank, eigandi Atlanta Falcons og framkvæmdastjórinn Rich McKay fara fyrir þjálfaraleitinni. Það er stóra spurningin hvort þeir vilji sækja þjálfara í gamla skólann eða finna sér ungan þjálfara sem gæti verið lengi með liðið.
Belichick fór vissulega í viðtal en hvort að hann eða félagið vilji semja er önnur saga.
Matt Ryan talks about Bill Belichick coaching the Falcons. pic.twitter.com/kHrFHSnrPM
— Everything Georgia (@GAFollowers) January 14, 2024