Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Stefán Árni Pálsson skrifar 16. janúar 2024 10:26 Marteinn og Þorsteinn elska báðir hlaup. Garpur Ingason Elísabetarson hitti tvo vini sem urðu vinir á heldur óhefðbundinn hátt í Íslandi í dag á Stöð 2. Þeir eiga sér sameiginlegt áhugamál sem þeir ákváðu að búa til hlaðvarp úr sem heitir því einfalda og skemmtilega nafni Út að hlaupa. „Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Hugmyndin kviknaði þegar við vorum að keyra heim úr Mýrdalshlaupinu 2022,“ segir Þorsteinn Roy Jóhannsson annar stjórnanda hlaðvarpsins. „Þetta voru svona með fyrri hlaupum sem ég fer í. Við erum í bíl með Elísabetu Margeirs og Búa Steini sem eru nánast goðsagnir í þessum hlaupaheimi. Ég var þarna að hlusta á þau tala um allskonar hlaup og ég fékk bara svona vá ég væri til í að hlusta endalaust á þetta. Ég vildi að þessi bílferð yrði bara tíu tímar,“ segir Marteinn Urbancic sem stýrir einnig hlaðvarpinu með Þorsteini. Hlaðvarpið hefur vakið athygli enda hafa margir Íslendingar mjög mikinn áhuga á hlaupum. Þeir félagarnir eru í stífum undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í fjallahlaupum sem er 62 kílómetrar með þrjú þúsund metra hækkun og er haldið í Annecy í Frakklandi „Vonandi verð ég valinn í það,“ segir Þorsteinn. Tjaldið umrædda. „Þú finnur alveg fyrir hæðinni þegar þú ert kominn á þessa háu toppa og þarna er miklu meiri hiti. Ég hef til að mynda þurft að æfa mig fyrir önnur hlaup í hita með því að taka ákveðin hlaupaundirbúning inni í sauna til þessa að þola þetta. Svo er ég einnig svo heppinn að ég á góðan vin sem heitir Siggi Bjarna sem fór einu sinni á Everest. Þegar hann var að undirbúa sig þá keypti hann sér svona háfjallavél. Þú tengir í rauninni risagræju við súrefnistjald sem þú getur sofið inni í og vélin mettar loftið eins og þú sért upp í háfjöllum. Ég fékk þessa vél lánaða hjá honum til að undirbúa mig fyrir HM í Austurríki síðasta sumar,“ segir Þorsteinn sem mun endurtaka leikinn fyrir Evrópumeistaramótið í sumar. Hann svaf í umræddi tjaldi í tvær vikur. „Ég sef með eyrnatappa og það er mjög heitt þarna inni. Það er hræðilegt að sofa í þessu.“ Hér að neðan má sjá brot úr Íslandi í dag en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Sefur í tvær vikur í háfjallatjaldi fyrir fjallahlaup
Ísland í dag Fjallamennska Hlaup Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira