„Stríð í sextíu mínútur á móti þessum turnum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 13:30 Varnarnaglinn Ýmir Örn Gíslason gleðst með áhorfendum eftir að sigurinn gegn Svartfellingum var í höfn. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, fær að glíma við einn allra erfiðasta línumann heims í kvöld þegar hann tekst á við hinn tröllvaxna Bence Bánhidi. Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira