„Heppin að fá að bæta við einni lítilli ævintýrastelpu í fjölskylduna okkar,“ skrifar Íris Freyja við færsluna.
Á myndunum má sjá hundinn Svenna með bleika slaufu um hálsinn og hvíta lagtertu með bleiku kremi í miðjunni. Auk þess má sjá gliltta í bleika túlípana við hlið sónarmynda af litla krílinu.
Parið kynntist fyrir tveimur árum síðan á samfélagsmiðlinum Instagram og er óhætt að segja ástina hafa blómstrað síðan.
Íris Freyja er þekktust fyrir fyrirsætustörf en hún keppti í Miss Universe Iceland árið 2021. Þar hafnaði hún í öðru sæti og var valin Miss Supranational Iceland.