Sérsveitinni hent út úr vagninum fyrir of góða stemningu Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 16:09 Sérsveitin er vel skipuð og gæti gert gæfumuninn í kvöld þegar Ísland og Ungverjaland mætast í úrslitaleik um efsta sæti C-riðils á EM í handbolta. Hér er hópurinn í München í dag með Sonju fremsta í flokki. VÍSIR/VILHELM Stemningin hjá stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta, sem ætla að láta vel í sér heyra á leiknum við Ungverjaland á EM í kvöld, var hreinlega of mikil fyrir þýskan sporvagnsstjóra. „Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
„Við auðvitað vonum það besta og höfum fulla trú á strákunum,“ segir Sonja Steinarsdóttir, ein af aðalfólkinu í Sérsveitinni, stuðningsmannasveit handboltalandsliðsins, um leik kvöldsins. „Ég held að þetta verði rosalega spennuþrunginn leikur. Við verðum komin með allt of háan blóðþrýsting í seinni hálfleik en að svo takist þeim þetta í lokin og þetta verði bara eitthvað „legendary“ kvöld, og allir grenjandi af gleði í stúkunni,“ segir Sonja. Hún ræddi við blaðamann á Hofbrähaus, risavaxna ölhúsinu í München þar sem Íslendingar hafa skapað svo góða stemningu fyrir leikina þrjá hjá Íslandi í C-riðlinum. Þangað komst Sérsveitin reyndar ekki klakklaust í dag, eins og fyrr segir: Vagnstjórinn með þrumuræðu á þýsku „Við erum sem sagt bara að labba út af hótelinu okkar og að fara að koma okkur hingað á barinn, og rétt að taka fram að það voru allir bláedrú ennþá. Við erum bara að syngja og hafa gaman, og svo allt í einu stöðvast sporvagninn. Bílstjórinn kemur út, og heldur þvílíka ræðu yfir okkur á þýsku, þannig að við skiljum ekki orð af því sem hann segir. Svo endar hann bara á að segja „út! út!“ og fleygir okkur bara út úr vagninum. Þetta var alveg dásamlegt,“ segir Sonja hlæjandi og hafði greinilega gaman af þessum ýktu viðbrögðum vagnstjórans. Ætla sér að halda áfram í Köln Sérsveitin og aðrir stuðningsmenn íslenska liðsins, sem skipta þúsundum í München, hafa stutt strákanna okkar frábærlega en er engin þreyta komin í mannskapinn? „Við erum rosa fín og tilbúin í leikinn í kvöld. Við erum ekkert mikið að partýast fram á nótt og yfirleitt farin snemma að sofa. Maður fer bara vel með sig og þá er þetta ekkert mál,“ segir Sonja sem eins og fyrr segir tilheyrir harðasta stuðningsmannakjarnanum í Sérsveitinni: „Við erum svona 15-17 manns, auk barna og fleiri afleggjara. Það er misjafnt hverjir fara með í hverja ferð en núna erum við hérna ellefu manna kjarni,“ segir Sonja sem er staðráðin í að fylgja Íslandi alla leið: „Við erum klár í að fara til Kölnar [í milliriðilinn]. Við erum búin að gera ráð fyrir því síðan síðasta vor.“ Næsti leikur Íslands á EM er við Ungverjaland í kvöld klukkan 19.30. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06 Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38 Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Ólympíuhöllin rýmd með hraði Uppi varð fótur og fit í Ólympíuhöllinni í München nú rétt fyrir fjögur er brunavarnarbjöllur fóru að klingja. 16. janúar 2024 16:06
Mögulega dregið um hvort Ísland fari áfram Ef að Serbía vinnur Svartfjallaland í kvöld, 30-29, og Ísland tapar fyrir Ungverjalandi 27-26, þá enda Ísland og Serbía nákvæmlega jöfn í 2.-3. sæti C-riðilsins á EM karla í handbolta. 16. janúar 2024 13:38
Þegar ég vinn í dag þá bætir það ekki upp fyrir það sem gerðist Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segir að glíman við Ungverjaland á EM í kvöld sé úrslitaleikur. Hann líti hins vegar ekki á hana sem einhvers konar persónulegt uppgjör, eftir sárar minningar frá fyrri viðureignum og þá sérstaklega einni. 16. janúar 2024 12:02