Kvikusöfnun heldur áfram Jón Þór Stefánsson skrifar 16. janúar 2024 17:27 Frá fyrra gosinu við Sundhnjúkagíga norðan Grindavíkur. Vísir/RAX Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. Þar segir að þegar kvikugangur myndast nálægt yfirborði, tognar á jarðskorpunni og land sígur yfir miðju kvikugangsins. Þá þrýstist jarðskorpan upp sitt hvoru megin við hann. Fram kemur að reiknilíkön sem voru skoðuð á fundi dagsins sýni að GPS mælir í Svartsengi sé staðsettur á þeim stað í jaðri kvikugangsins þar sem land rís rétt á meðan gangurinn er að myndast. „Nú tveimur sólarhringum eftir að kvikugangurinn myndaðist ætti mælirinn í Svartsengi að byrja að sýna landsig ef kvikusöfnun væri hætt. Svo er ekki og því er ljóst að kvika er safnast fyrir líkt og áður.“ Í tilkynningunni kemur fram að hætta í tengslum við sprungur og að jarðvegur hrynji ofan í þær hafi aukist í austurhluta Grindavíkur frá því sem áður var. Þá segir að nýr sigdalur hafi myndast austan við sigdalinn sem myndaðist þann tíunda nóvember. Nýi sigdalurinn er um 800 til 1000 metra breiður, en mesta sig í honum er um þrjátíu sentímetrar. Tekið er fram að dalurinn er enn að síga og dalurinn að víkka. „Til samanburðar þá var sigdalurinn sem myndaðist 10. nóvember í gegnum Grindavík um 2 km breiður. Sigið innan hans var mest um 1,3 m,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Þar segir að þegar kvikugangur myndast nálægt yfirborði, tognar á jarðskorpunni og land sígur yfir miðju kvikugangsins. Þá þrýstist jarðskorpan upp sitt hvoru megin við hann. Fram kemur að reiknilíkön sem voru skoðuð á fundi dagsins sýni að GPS mælir í Svartsengi sé staðsettur á þeim stað í jaðri kvikugangsins þar sem land rís rétt á meðan gangurinn er að myndast. „Nú tveimur sólarhringum eftir að kvikugangurinn myndaðist ætti mælirinn í Svartsengi að byrja að sýna landsig ef kvikusöfnun væri hætt. Svo er ekki og því er ljóst að kvika er safnast fyrir líkt og áður.“ Í tilkynningunni kemur fram að hætta í tengslum við sprungur og að jarðvegur hrynji ofan í þær hafi aukist í austurhluta Grindavíkur frá því sem áður var. Þá segir að nýr sigdalur hafi myndast austan við sigdalinn sem myndaðist þann tíunda nóvember. Nýi sigdalurinn er um 800 til 1000 metra breiður, en mesta sig í honum er um þrjátíu sentímetrar. Tekið er fram að dalurinn er enn að síga og dalurinn að víkka. „Til samanburðar þá var sigdalurinn sem myndaðist 10. nóvember í gegnum Grindavík um 2 km breiður. Sigið innan hans var mest um 1,3 m,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira