Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íþróttadeild Vísis skrifar 16. janúar 2024 21:39 Íslendingar áttu engin svör gegn öflugum Ungverjum í kvöld. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. Eftir sigur Svartfjallalands á Serbíu, 29-30, fyrr í dag var ljóst að íslenska liðið var komið áfram í milliriðla. Það fer hins vegar stigalaust þangað eftir afleita frammistöðu gegn Ungverjalandi í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-15, Ungverjum í vil og þeir pökkuðu Íslendingum svo saman í seinni hálfleiknum. Mestur varð munurinn níu mörk. Viggó Kristjánsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með átta mörk og sá eini sem getur verið virkilega sáttur með frammistöðu sína í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson varði ágætlega í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson átti góða spretti en aðrir voru langt frá sínu besta. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (12 varin skot) Byrjaði í markinu en náði sér engan veginn á strik og varði aðeins tvö skot í fyrri hálfleik (sautján prósent). Kom aftur í markið í seinni hálfleik og varði þá tíu skot. Endaði með tólf varin skot (34 prósent) en getur miklu betur. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (2 mörk) Skoraði tvö mörk snemma leiks en síðan ekki söguna meir. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í síðustu tveimur leikjum. Fer illa með færin og allt lekur í gegnum Bjarka í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk) Ágætis leikur hjá fyrirliðanum. Átti góða kafla í vörn, gaf sex stoðsendingar og skoraði þrjú mörk. Tapaði boltanum hins vegar tvisvar illa í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið missti tökin á leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (4 sköpuð færi) Er langt frá því að vera sami leikmaður og fyrir meiðslin. Fiskaði Bence Bánhidi út af með rautt spjald en gerði lítið annað. Lið bakka á Gísla, þétta í kringum hann og ráða vel við ítrekaðar árásir hans sem eru ekki jafn kraftmiklar og áður. Þá gengur boltinn illa í gegnum Gísla. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (5/2 mörk) Skoraði fimm mörk en átti samt ekki góðan leik. Sýndi einstaka spretti í fyrri hálfleik en datt svo niður og sat á bekknum mest allan seinni hálfleik þegar Viggó spilaði og spilaði vel. Hvað er svo málið með vítin hjá Ómari á mótinu? Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 1 (2 mörk) Annar afleitur leikur hjá Sigvalda í röð. Klikkaði á þremur dauðafærum og tapaði boltanum í þrígang. Einbeitingin virtist ekki vera til staðar hjá þessum stórgóða leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 3 (3 mörk) Hefur oft spilað betur. Skoraði þrjú mörk en fann engan takt í vörninni. Það var svo kannski lýsandi fyrir leikinn þegar Elliðaskotið af miðjunni geigaði í seinni hálfleik. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 2 (1 mark) Skoraði eitt mark en spilaði aðallega í vörninni þar sem hann var ólíkur sjálfum sér. Alltof passívur og réði illa við skyttur Ungverjanna. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 1 (2 varin skot) Átti afar slæma innkomu eftir flotta frammistöðu gegn Svartfjallalandi. Allt fór í gegnum Björgvin sem varði aðeins tvö skot (sautján prósent). Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark) - Tókst ekki að trekkja sóknarleik íslenska liðsins í gang. Verður að nýta tækifærin sín betur en hann hefur gert á mótinu til þessa. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (8/4 mörk) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og getur borið höfuðið hátt eftir sína frammistöðu. Áræðinn, yfirvegaður og var helsta sóknarógn Íslendinga í seinni hálfleik. Var svalur á vítalínunni og skoraði átta mörk, flest í íslenska liðinu. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 2 (1 stoðsending) Klikkaði á báðum færunum sínum og virðist ekki tilbúinn á þetta stóra svið. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 2 (3 stopp) Náði sér ekki á strik frekar en aðrir varnarmenn íslenska liðsins. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk) Spilaði lítið og náði ekki að láta að sér kveða. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (2 sköpuð færi) Fékk sínar fyrstu mínútur á mótinu en gerði lítið. Klikkaði á báðum skotunum sínum og virtist ekki tilbúinn í verkefnið. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 1 Chema Rodríguez skákaði og mátaði Snorra í baráttu þjálfaranna. Enn og aftur var sóknarleikur íslenska liðsins slakur. Þjálfarinn getur vissulega ekki nýtt færin fyrir leikmennina sem bregst hvað eftir annað bogalistin í upplögðum stöðum. En hann er ekki með lausnir við varnarleik andstæðinganna og sóknarleikur Íslands er hnoðkenndur og fyrirsjáanlegur. Eins og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig, sagði í Besta sætinu eftir sigurinn á Svartfjallalandi hefur Snorri bara borið sama graut á borð og forveri hans í starfi, nema í annarri skál. Vonandi verður hann bragðbættur eitthvað á næstu dögum því frammistaða íslenska liðsins á mótinu hingað til hefur verið léleg. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira
Eftir sigur Svartfjallalands á Serbíu, 29-30, fyrr í dag var ljóst að íslenska liðið var komið áfram í milliriðla. Það fer hins vegar stigalaust þangað eftir afleita frammistöðu gegn Ungverjalandi í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-15, Ungverjum í vil og þeir pökkuðu Íslendingum svo saman í seinni hálfleiknum. Mestur varð munurinn níu mörk. Viggó Kristjánsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með átta mörk og sá eini sem getur verið virkilega sáttur með frammistöðu sína í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson varði ágætlega í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson átti góða spretti en aðrir voru langt frá sínu besta. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (12 varin skot) Byrjaði í markinu en náði sér engan veginn á strik og varði aðeins tvö skot í fyrri hálfleik (sautján prósent). Kom aftur í markið í seinni hálfleik og varði þá tíu skot. Endaði með tólf varin skot (34 prósent) en getur miklu betur. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (2 mörk) Skoraði tvö mörk snemma leiks en síðan ekki söguna meir. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í síðustu tveimur leikjum. Fer illa með færin og allt lekur í gegnum Bjarka í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk) Ágætis leikur hjá fyrirliðanum. Átti góða kafla í vörn, gaf sex stoðsendingar og skoraði þrjú mörk. Tapaði boltanum hins vegar tvisvar illa í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið missti tökin á leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (4 sköpuð færi) Er langt frá því að vera sami leikmaður og fyrir meiðslin. Fiskaði Bence Bánhidi út af með rautt spjald en gerði lítið annað. Lið bakka á Gísla, þétta í kringum hann og ráða vel við ítrekaðar árásir hans sem eru ekki jafn kraftmiklar og áður. Þá gengur boltinn illa í gegnum Gísla. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (5/2 mörk) Skoraði fimm mörk en átti samt ekki góðan leik. Sýndi einstaka spretti í fyrri hálfleik en datt svo niður og sat á bekknum mest allan seinni hálfleik þegar Viggó spilaði og spilaði vel. Hvað er svo málið með vítin hjá Ómari á mótinu? Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 1 (2 mörk) Annar afleitur leikur hjá Sigvalda í röð. Klikkaði á þremur dauðafærum og tapaði boltanum í þrígang. Einbeitingin virtist ekki vera til staðar hjá þessum stórgóða leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 3 (3 mörk) Hefur oft spilað betur. Skoraði þrjú mörk en fann engan takt í vörninni. Það var svo kannski lýsandi fyrir leikinn þegar Elliðaskotið af miðjunni geigaði í seinni hálfleik. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 2 (1 mark) Skoraði eitt mark en spilaði aðallega í vörninni þar sem hann var ólíkur sjálfum sér. Alltof passívur og réði illa við skyttur Ungverjanna. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 1 (2 varin skot) Átti afar slæma innkomu eftir flotta frammistöðu gegn Svartfjallalandi. Allt fór í gegnum Björgvin sem varði aðeins tvö skot (sautján prósent). Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark) - Tókst ekki að trekkja sóknarleik íslenska liðsins í gang. Verður að nýta tækifærin sín betur en hann hefur gert á mótinu til þessa. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (8/4 mörk) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og getur borið höfuðið hátt eftir sína frammistöðu. Áræðinn, yfirvegaður og var helsta sóknarógn Íslendinga í seinni hálfleik. Var svalur á vítalínunni og skoraði átta mörk, flest í íslenska liðinu. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 2 (1 stoðsending) Klikkaði á báðum færunum sínum og virðist ekki tilbúinn á þetta stóra svið. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 2 (3 stopp) Náði sér ekki á strik frekar en aðrir varnarmenn íslenska liðsins. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk) Spilaði lítið og náði ekki að láta að sér kveða. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (2 sköpuð færi) Fékk sínar fyrstu mínútur á mótinu en gerði lítið. Klikkaði á báðum skotunum sínum og virtist ekki tilbúinn í verkefnið. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 1 Chema Rodríguez skákaði og mátaði Snorra í baráttu þjálfaranna. Enn og aftur var sóknarleikur íslenska liðsins slakur. Þjálfarinn getur vissulega ekki nýtt færin fyrir leikmennina sem bregst hvað eftir annað bogalistin í upplögðum stöðum. En hann er ekki með lausnir við varnarleik andstæðinganna og sóknarleikur Íslands er hnoðkenndur og fyrirsjáanlegur. Eins og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig, sagði í Besta sætinu eftir sigurinn á Svartfjallalandi hefur Snorri bara borið sama graut á borð og forveri hans í starfi, nema í annarri skál. Vonandi verður hann bragðbættur eitthvað á næstu dögum því frammistaða íslenska liðsins á mótinu hingað til hefur verið léleg.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Sjá meira