Eins og lokatölur gefa til kynna var sigurinn heldur sannfærandi. Luka Lovre Klarica var markahæstur í sigurliðinu með 7 mörk. Nicusor Andrei Negru var frábær í liði Rúmeníu en hann skoraði 9 mörk.
Romania is in Mannheim! #ehfeuro2024 #heretoplay pic.twitter.com/YVoeJ2o6Um
— EHF EURO (@EHFEURO) January 16, 2024
Króatía endar sem sigurvegari B-riðils með fimm stig en Rúmenía situr á botninum án stiga. Síðar í kvöld mætast Spánn og Austurríki í úrslitaleik um sæti í milliriðli. Spánn þarf á sigri að halda á meðan Austurríki dugir jafntefli.
Í A-riðli vann Norður-Makedónía tveggja marka sigur á Sviss, lokatölur 29-27. Um var að ræða fyrsta sigur N-Makedóníu sem endar með tvö stig á meðan Sviss er með eitt í neðsta sæti. Síðar í kvöld mætast Þýskaland og Frakkland í úrslitaleik um toppsæti riðilsins.