Púuðu á ungar dætur leikstjórnandans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 09:30 Matthew og Kelly Stafford með fjórum dætrum sínum eftir leikinn. @kbstafford89 Eiginkona leikstjórnanda Los Angeles Rams í NFL-deildinni sagði frá leiðinlegri upplifun sinni á leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar um helgina. Leikstjórnandinn Matthew Stafford var á sínum tíma aðalmaðurinn hjá Detroit Lions en um helgina snéri hann aftur til Detroit með liði sínu Los Angeles Rams. Stafford var á sínum tíma skipt frá Detrot til Los Angeles og vann titilinn strax á fyrsta ári með Rams. Rams liðið tapaði aftur á móti leiknum um helgina og Detroit Lions vann þar með sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 1992. Matthew Stafford s wife, Kelly, says Lions fans booed their children https://t.co/Kwy1LwwU54— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2024 Meðal áhorfenda var eiginkona Stafford og fjórar dætur þeirra. Leikmenn þekkja það vel að það sú púað á þá á leikjum og þeir ættu því að vera með nógu breitt bak til þola það en öðru máli gildir um fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega ung börn leikmanna. Kelly Strafford, eiginkona Matthew, sagði frá því sem hún og dætur þeirra upplifðu um helgina. Dætur þeirra eru sex ára tvíburasystur Sawyer og Chandler, hin fimm ára gamla Hunter og hin þriggja ára gamla Tyler. Allar voru þær í sérhönnuðum jökkum með áletruninni „Fæddar í Detriot en aldar upp í Los Angeles“ þannig að það fór ekkert á milli mála hverjar þær voru. Því miður nýttu stuðningsmenn Detroit Lions sér það til að púa á þessi ungu börn leikstjórnandans. Það gerðist þegar Kelly og dæturnar hlupu inn á völlinn eftir leikinn til að hitta föður sinn. „Þetta eru íþróttir. Þeir vilja að þeirra borg vinni. Allt er í góðu nema þegar þau púuðu á börnin mín,“ skrifaði Kelly á Instagram. „Því meira sem þú elskar því meira hatar þú,“ skrifaði Kelly. „Núna þegar við erum úr leik þá vona ég að Ljónin komi með Lombardi bikarinn til borgarinnar af því að það er ekki til betri tilfinning. Farið og náið honum,“ skrifaði Kelly. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira
Leikstjórnandinn Matthew Stafford var á sínum tíma aðalmaðurinn hjá Detroit Lions en um helgina snéri hann aftur til Detroit með liði sínu Los Angeles Rams. Stafford var á sínum tíma skipt frá Detrot til Los Angeles og vann titilinn strax á fyrsta ári með Rams. Rams liðið tapaði aftur á móti leiknum um helgina og Detroit Lions vann þar með sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 1992. Matthew Stafford s wife, Kelly, says Lions fans booed their children https://t.co/Kwy1LwwU54— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2024 Meðal áhorfenda var eiginkona Stafford og fjórar dætur þeirra. Leikmenn þekkja það vel að það sú púað á þá á leikjum og þeir ættu því að vera með nógu breitt bak til þola það en öðru máli gildir um fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega ung börn leikmanna. Kelly Strafford, eiginkona Matthew, sagði frá því sem hún og dætur þeirra upplifðu um helgina. Dætur þeirra eru sex ára tvíburasystur Sawyer og Chandler, hin fimm ára gamla Hunter og hin þriggja ára gamla Tyler. Allar voru þær í sérhönnuðum jökkum með áletruninni „Fæddar í Detriot en aldar upp í Los Angeles“ þannig að það fór ekkert á milli mála hverjar þær voru. Því miður nýttu stuðningsmenn Detroit Lions sér það til að púa á þessi ungu börn leikstjórnandans. Það gerðist þegar Kelly og dæturnar hlupu inn á völlinn eftir leikinn til að hitta föður sinn. „Þetta eru íþróttir. Þeir vilja að þeirra borg vinni. Allt er í góðu nema þegar þau púuðu á börnin mín,“ skrifaði Kelly á Instagram. „Því meira sem þú elskar því meira hatar þú,“ skrifaði Kelly. „Núna þegar við erum úr leik þá vona ég að Ljónin komi með Lombardi bikarinn til borgarinnar af því að það er ekki til betri tilfinning. Farið og náið honum,“ skrifaði Kelly.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust Sjá meira