Púuðu á ungar dætur leikstjórnandans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 09:30 Matthew og Kelly Stafford með fjórum dætrum sínum eftir leikinn. @kbstafford89 Eiginkona leikstjórnanda Los Angeles Rams í NFL-deildinni sagði frá leiðinlegri upplifun sinni á leik í úrslitakeppni NFL deildarinnar um helgina. Leikstjórnandinn Matthew Stafford var á sínum tíma aðalmaðurinn hjá Detroit Lions en um helgina snéri hann aftur til Detroit með liði sínu Los Angeles Rams. Stafford var á sínum tíma skipt frá Detrot til Los Angeles og vann titilinn strax á fyrsta ári með Rams. Rams liðið tapaði aftur á móti leiknum um helgina og Detroit Lions vann þar með sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 1992. Matthew Stafford s wife, Kelly, says Lions fans booed their children https://t.co/Kwy1LwwU54— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2024 Meðal áhorfenda var eiginkona Stafford og fjórar dætur þeirra. Leikmenn þekkja það vel að það sú púað á þá á leikjum og þeir ættu því að vera með nógu breitt bak til þola það en öðru máli gildir um fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega ung börn leikmanna. Kelly Strafford, eiginkona Matthew, sagði frá því sem hún og dætur þeirra upplifðu um helgina. Dætur þeirra eru sex ára tvíburasystur Sawyer og Chandler, hin fimm ára gamla Hunter og hin þriggja ára gamla Tyler. Allar voru þær í sérhönnuðum jökkum með áletruninni „Fæddar í Detriot en aldar upp í Los Angeles“ þannig að það fór ekkert á milli mála hverjar þær voru. Því miður nýttu stuðningsmenn Detroit Lions sér það til að púa á þessi ungu börn leikstjórnandans. Það gerðist þegar Kelly og dæturnar hlupu inn á völlinn eftir leikinn til að hitta föður sinn. „Þetta eru íþróttir. Þeir vilja að þeirra borg vinni. Allt er í góðu nema þegar þau púuðu á börnin mín,“ skrifaði Kelly á Instagram. „Því meira sem þú elskar því meira hatar þú,“ skrifaði Kelly. „Núna þegar við erum úr leik þá vona ég að Ljónin komi með Lombardi bikarinn til borgarinnar af því að það er ekki til betri tilfinning. Farið og náið honum,“ skrifaði Kelly. NFL Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Fótbolti Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Sjá meira
Leikstjórnandinn Matthew Stafford var á sínum tíma aðalmaðurinn hjá Detroit Lions en um helgina snéri hann aftur til Detroit með liði sínu Los Angeles Rams. Stafford var á sínum tíma skipt frá Detrot til Los Angeles og vann titilinn strax á fyrsta ári með Rams. Rams liðið tapaði aftur á móti leiknum um helgina og Detroit Lions vann þar með sinn fyrsta leik í úrslitakeppni síðan 1992. Matthew Stafford s wife, Kelly, says Lions fans booed their children https://t.co/Kwy1LwwU54— Sports Illustrated (@SInow) January 16, 2024 Meðal áhorfenda var eiginkona Stafford og fjórar dætur þeirra. Leikmenn þekkja það vel að það sú púað á þá á leikjum og þeir ættu því að vera með nógu breitt bak til þola það en öðru máli gildir um fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega ung börn leikmanna. Kelly Strafford, eiginkona Matthew, sagði frá því sem hún og dætur þeirra upplifðu um helgina. Dætur þeirra eru sex ára tvíburasystur Sawyer og Chandler, hin fimm ára gamla Hunter og hin þriggja ára gamla Tyler. Allar voru þær í sérhönnuðum jökkum með áletruninni „Fæddar í Detriot en aldar upp í Los Angeles“ þannig að það fór ekkert á milli mála hverjar þær voru. Því miður nýttu stuðningsmenn Detroit Lions sér það til að púa á þessi ungu börn leikstjórnandans. Það gerðist þegar Kelly og dæturnar hlupu inn á völlinn eftir leikinn til að hitta föður sinn. „Þetta eru íþróttir. Þeir vilja að þeirra borg vinni. Allt er í góðu nema þegar þau púuðu á börnin mín,“ skrifaði Kelly á Instagram. „Því meira sem þú elskar því meira hatar þú,“ skrifaði Kelly. „Núna þegar við erum úr leik þá vona ég að Ljónin komi með Lombardi bikarinn til borgarinnar af því að það er ekki til betri tilfinning. Farið og náið honum,“ skrifaði Kelly.
NFL Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Fótbolti Fleiri fréttir Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Hótað lífláti eftir klúður á ögurstundu Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Sjá meira