Fjöldi banaslysa það sem af er ári ekki sést í áratugi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2024 21:30 Þórhildur Elínardóttir fór yfir slysatölur í kvöldfréttum Stöðvar 2. arnar halldórsson Fjöldi þeirra banaslysa sem orðið hafa í umferðinni á árinu hefur ekki sést frá því að skráning slysa hófst fyrir fimmtíu árum. Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“ Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Sjá meira
Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02