Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:41 Frumvarp Rishi Sunak var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær. Getty/breska þingið Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31
Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23