Einu skrefi nær því að senda hælisleitendur til Rúanda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2024 07:41 Frumvarp Rishi Sunak var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær. Getty/breska þingið Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, er einu skrefi nær því að tryggja flutning hælisleitenda til Rúanda, á meðan þeir bíða efnislegrar meðferðar sinna mála í Bretlandi. Frumvarp þess efnis var samþykkt í neðri deild breska þingsins í gær eftir misheppnaða tilraun samflokksmanna Sunaks til uppreisnar. Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022. Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Greidd voru atkvæði um frumvarpið í neðri deildinni í gær og greiddu 320 atkvæði með því og 276 gegn. Tugir íhaldsþingmanna höfðu lýst því yfir að þeir teldu frumvarpið gallað og hótuðu því að gera uppreisn en þegar uppi var staðið greiddu aðeins ellefu þeirra atkvæði gegn frumvarpinu. Frumvarpið mun nú fara til meðferðar í efri deild þingisins þar sem líklegt er að því verði mótmælt nokkuð. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur nú í nokkur ár undirbúið flutning hælisleitenda til Rúanda. Hugmyndin er að þeir bíði þar á meðan mál þeirra eru til efnislegrar meðferðar í Bretlandi. Að sögn stjórnvalda mun þetta fækka þeim flóttamönnum sem koma til Bretlands í smábátum sjóleiðina. Dagana áður en frumvarpið fór fyrir þingið höfðu þingmenn á hægri væng breska íhaldsflokksins gert margar tilraunir til að breyta frumvarpinu. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins voru rökin þau að án breytinga gætu dómstólar komið í veg fyrir að frumvarpið yrði að lögum. Í gær lagði Robert Jenrick, ráðherra innflytjendamála, fram viðbót við frumvarpið. Hefði viðbótin verið samþykkt hefði frumvarpið og framkvæmd flutninganna verið í andstöðu við mannréttindalög. Jenrick lagði einnig til breytingu sem hefði tryggt ráðherra leyfi til að hafna tilraunum Mannréttindadómstóls Evrópu til að grípa inn í. Mannréttindadómstóllinn hefur fylgst grannt með þessum málum í Bretlandi og kom meðal annars í veg fyrir að flugvél, full af hælisleitendum, yrði send til Rúanda án lagaheimilda í júní 2022.
Bretland Flóttamenn Rúanda Tengdar fréttir Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31 Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12 Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Hæstiréttur segir stjórnvöldum ekki heimilt að flytja fólk til Rúanda Hæstiréttur Bretlands hefur úrskurðað að stjórnvöldum sé ekki heimilt að flytja hælisleitendur til Rúanda. Hæstiréttur staðfesti ákvörðun undirréttar, sem sagði meðal annars hættu á að fólk yrði sent þaðan til heimalands síns þar sem það sætti ofsóknum. 15. nóvember 2023 10:31
Kristilegir demókratar vilja senda hælisleitendur til þriðja ríkis Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi hyggst vinna aftur stuðning kjósenda með afdráttarlausum aðgerðum í útlendingamálum, sem munu meðal annars felast í því að senda hælisleitendur til þriðja ríkis á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. 18. desember 2023 07:12
Flutningur hælisleitenda til Rúanda dæmdur ólöglegur Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan. 29. júní 2023 10:23
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent