Samsung veðjar á gervigreind í nýjum Galaxy síma Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 10:28 Samsung Galaxy S24 verður að mestu knúinn áfram af gervigreind. AP Photo/Haven Daley Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti í gær hulunni af nýjasta snjallsímanum sínum af gerðinni Galaxy S24. Fyrirtækið segir símann nýtast við byltingarkennda tækni sem muni breyta því hvernig fólk notar síma. Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar. Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar gerðir í Galaxy línunni, Galaxy S24 Ultra, Galaxy S24+ og Galaxy S24 á blaðamannafundi í London. Lykiláhersla er að þessu sinni lögð á gervigreind. Segir fyrirtækið að nýst verði við tæknina í stýrikerfi símans sem muni tryggja mesta mögulega vinnsluhraða. Hægt verði að nýta tæknina til myndvinnslu og við leit á netinu, svo dæmi séu tekin. Fram kemur í umfjöllun CNN um málið að með þessu vonist stjórnendur Samsung til að glæða áhuga almennings að nýju á snjallsímum. Áhugi á nýjum útgáfum snjallsíma hafi farið minnkandi á undanförum árum. Þá berast fréttir af því að keppinautur Samsung, Apple, hafi í fyrsta sinn í þrettán ár selt fleiri snjallsíma. Fram kemur í frétt CNN að áður hafi Google notast við sambærilega tækni í Google Pixar 8 snjallsíma sínum, en þess er getið að hlutdeild þeirra á snjallsímamarkaðnum sé um eitt prósent. Forsvarsmenn Samsung segja jafnframt að síminn muni nota gervigreind til þess að gera notendum auðveldara að leita uppi hluti sem þeir sjá í dagsdaglegu lífi á netinu. Hægt verði að beina myndavél símans að hlutnum, til að mynda skóm sem viðkomandi sér út í búð. Þá mun síminn í fyrsta sinn geta þýtt í rauntíma símtöl. Ef viðkomandi fær símtal frá einhverjum sem talar frönsku til að mynda mun síminn geta þýtt samtalið á skjánum í rauntíma með aðstoð gervigreindarinnar.
Samsung Tækni Gervigreind Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira