Körfubolti

Körfuboltakvöld: Lyfjaprófssaga Teits

Dagur Lárusson skrifar
Teitur Örlygsson.
Teitur Örlygsson. Vísir/Skjáskot

Teitur Örlygsson, fyrrum körfuboltamaður og nú sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi, hafði heldur skemmtilega sögu að segja um lyfjapróf í síðasti þætti Körfuboltakvölds.

„Ég hugsa að ég hafi farið sex eða sjö ár í röð í lyfjapróf, hvort sem það var með landsliðinu eða hérna heima,“ byrjaði Teitur að segja.

„Ég man sérstaklega eftir einu skipti þar sem við vörum á Smáþjóðarleikunum á Kýpur og við vorum að spila til úrslita gegn Kýpur.“

„Við unnnum og eftir leikinn var ég kallaður í lyfjapróf og ég var ekki sáttur því við vorum að vinna og við vorum að fara á djammið,“ hélt Teitur áfram að segja.

„Þannig ég tók tvær stórar vatnsflöskur og byrjaði að þamba þær svo ég ætti möguleika á að pissa. En ég fór í gegnum verðlaunaafhendingu og maðurinn fylgdi mér hvert spor þar til hún var búin og þá fór ég með honum. Nema hvað að hann fór með mig inn á bílastæði, og ég get sagt ykkur það að þá var ég að pissa í mig,“ hélt Teitur áfram að segja en restina af sögunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Lyfjaprófssaga Teits



Fleiri fréttir

Sjá meira


×