Lífið

Erla vill ekki vera ofurkona lengur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erla starfar sem heilsumarkþjálfi.
Erla starfar sem heilsumarkþjálfi.

Heilsumarkþjálfinn Erla Guðmundsdóttir vill ekki heyra minnst á orðið ofurkona aftur en hún lenti í kulnun og örmögnun eins og svo margar konur.

Erla vill endurskoða orðið „Ofurkona” því það hefur haft svo margt neikvætt í för með sér.

En í dag vinnur hún við að aðstoða fólk við að koma sér af stað aftur eftir að hafa brunnið út. Vala Matt fór og heimsótti Erlu til að heyra meira um málið og var það heimsóknin sýnd í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Mér finnst svo mikil áhersla, hérna á Íslandi, að vera duglegur. Það er alltaf verið að hrósa manni fyrir að vera ofur. Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þetta fyrir nokkrum áru, vá þú ert svo mikil ofurkona. Ég tók þessu alltaf með smá fyrirvara því ég vissi ekkert endilega að þetta væri eitthvað sem væri gott,“ segir Erla og heldur áfram.

„Það að vera með of marga bolta á lofti. Þetta að vera duglegur er eitthvað svo mikil dyggð í íslenskri menningu. En við verðum að fara endurskilgreina þetta. Það er líka að vera duglegur að hugsa vel um sig, að setja heilsuna í fyrsta sæti.“

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta horft á það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Erla vill ekki vera ofurkona lengur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×